Hrun íslenskra dómstóla Sigurður Einarsson skrifar 26. apríl 2016 17:00 Kæri Hr. Fleurbaey, Ég las íslenska þýðingu á grein þinni sem birtist í Fréttablaðinu 14. apríl síðastliðinn. Vonbrigði mín voru mikil og satt best að segja þurfti ég að lesa greinina nokkrum sinnum áður en ég trúði því að prófessor við virtan háskóla í Bandaríkjunum birti slíka órökstudda þvælu í útbreiddu dagblaði á Íslandi. Í greininni segir þú að meðal annars: „...Ísland er býsna áhugavert land.... Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess.“ Mér finnst sárt að horfa upp á virðulegan prófessor fagna þeirri staðreynd að hópur manna hafi verið dæmdur í fangelsi, ekki vegna þess sem þeir gerðu heldur vegna þess sem þeir voru. Mannkynssagan innheldur mörg slík dæmi. Það er sorglegt hvernig sagan endurtekur sig með þessum hætti.Ég er einn þeirra bankamanna sem þú vísar til í grein þinni. Ég var stjórnarformaður í stærsta fjármálafyrirtæki Íslands, Kaupþing banka sem var meðalstór banki í Evrópskum fjármálaheimi með starfsemi í 13 löndum og lögsögu bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bankinn var vel rekinn með sterkari eiginfjárstöðu og hærra lausafjárhlutfall en flestir bankar af sambærilegri stærð. Ég fagna allri umræðu um alþjóðafjármálakreppuna 2008 og atburði sem henni fylgdi og urðu til þess að íslenska fjármálakerfið hrundi. Þetta er vægast sagt áhugavert viðfangsefni. Aldrei tel ég að vel upplýstur fræðimaður muni komast að þeirri niðurstöðu að saka íslensku bankana um að hafa valdið fjármálakreppunni hér á landi, án þess að ég ætli að gera það að umræðuefni nú, átta árum eftir hrun.Nú finnst mér hinsvegar mikilvægt að varpa ljósi á fall réttarríksins í kjölfarið á hruni íslenskra dómstóla gagnvart grunngildum laganna sem endurspeglast í dómum sem fallið hafa í þeim tilgangi að kalla stjórnendur bankastofnana til ábyrgðar vegna þess sem gerðist í alþjóðlega fjármálahruninu árið 2008. Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í svokölluðu Al Thani máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig það gagnast mér ekki að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég trúi því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli.Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar.1. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig?Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við.2. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir?Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða.3. Sönnunarbyrði.Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „... hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn….. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið. Með kveðju,Sigurður Einarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í húfi er lýðræðið Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. 14. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Kæri Hr. Fleurbaey, Ég las íslenska þýðingu á grein þinni sem birtist í Fréttablaðinu 14. apríl síðastliðinn. Vonbrigði mín voru mikil og satt best að segja þurfti ég að lesa greinina nokkrum sinnum áður en ég trúði því að prófessor við virtan háskóla í Bandaríkjunum birti slíka órökstudda þvælu í útbreiddu dagblaði á Íslandi. Í greininni segir þú að meðal annars: „...Ísland er býsna áhugavert land.... Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess.“ Mér finnst sárt að horfa upp á virðulegan prófessor fagna þeirri staðreynd að hópur manna hafi verið dæmdur í fangelsi, ekki vegna þess sem þeir gerðu heldur vegna þess sem þeir voru. Mannkynssagan innheldur mörg slík dæmi. Það er sorglegt hvernig sagan endurtekur sig með þessum hætti.Ég er einn þeirra bankamanna sem þú vísar til í grein þinni. Ég var stjórnarformaður í stærsta fjármálafyrirtæki Íslands, Kaupþing banka sem var meðalstór banki í Evrópskum fjármálaheimi með starfsemi í 13 löndum og lögsögu bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bankinn var vel rekinn með sterkari eiginfjárstöðu og hærra lausafjárhlutfall en flestir bankar af sambærilegri stærð. Ég fagna allri umræðu um alþjóðafjármálakreppuna 2008 og atburði sem henni fylgdi og urðu til þess að íslenska fjármálakerfið hrundi. Þetta er vægast sagt áhugavert viðfangsefni. Aldrei tel ég að vel upplýstur fræðimaður muni komast að þeirri niðurstöðu að saka íslensku bankana um að hafa valdið fjármálakreppunni hér á landi, án þess að ég ætli að gera það að umræðuefni nú, átta árum eftir hrun.Nú finnst mér hinsvegar mikilvægt að varpa ljósi á fall réttarríksins í kjölfarið á hruni íslenskra dómstóla gagnvart grunngildum laganna sem endurspeglast í dómum sem fallið hafa í þeim tilgangi að kalla stjórnendur bankastofnana til ábyrgðar vegna þess sem gerðist í alþjóðlega fjármálahruninu árið 2008. Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í svokölluðu Al Thani máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig það gagnast mér ekki að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég trúi því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli.Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar.1. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig?Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við.2. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir?Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða.3. Sönnunarbyrði.Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „... hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn….. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið. Með kveðju,Sigurður Einarsson
Í húfi er lýðræðið Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. 14. apríl 2016 07:00
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun