Erlent

Sagðir undirbúa nýja eldflaugatilraun

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu fylgist með eldflaugarskoti.
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu fylgist með eldflaugarskoti. Vísir/EPA
Yfirvöld Norður-Kóreu eru sögð undirbúa enn eina eldflaugatilraunina. Samkvæmt fjölmiðlum í Suður-Kóreu virðist sem að nágrannar þeirra í norðri ætli að nota eldflaug sem áður misheppnaðist að skjóta á loft.

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru taldar vera liður í áætlun ríkisins um að koma sér upp langdrægnum kjarnorkuvopnum sem mögulega væri hægt að skjóta að meginlandi Bandaríkjanna.

Þann 6. janúar var gerð fjórða kjarnorkusprengjutilraun Norður-Kóreu. Þann 7. febrúar var langdrægni eldflaug skotið á loft í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og nú á laugardaginn var eldflaug skotið á loft úr kafbáti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×