Erlent

Fyrsta allsherjarverkfall lækna í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Læknar í Bretlandi mótmæla kjarasamningi sem þeir segja að troðið sé upp á þá.
Læknar í Bretlandi mótmæla kjarasamningi sem þeir segja að troðið sé upp á þá. Vísir/EPA
Þúsundir lækna í Bretlandi eru í nú í allsherjarverkfalli í fyrsta sinn. Heilbrigðismálaráðherra Bretlands segir að láti einhver lífið vegna verkfallsins sé það á ábyrgð þeirra sem eru í verkfalli.

Verkfallið nær til unglækna á almenningssjúkrahúsum sem gengu frá vinnu sinni klukkan sjö í morgun og ætla ekki að vinna til fjögur. Unglæknar hafa deilt við bresku heilbrigðisþjónustuna um nokkuð skeið en aðaldeilumálið er yfirvinna og kaup hennar vegna.

Samkvæmt BBC slitnaði upp úr viðræðum í janúar og í febrúar tilkynnti heilbrigðisþjónustan að þeir ætluðu að notast við kjarasamning sinn sem læknar höfðu mótmælt. Hann felur í sér að í stað þess að fá yfirvinnukaup á laugardögum, eins og áður hefur viðgengist, fá læknar hefðbundin laun, en hækka örlítið í grunnlaunum.

Um 125 þúsund aðgerðum hefur verið frestað á sjúkrahúsum í Englandi en forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar segjast hafa gripið til ráðstafana sem tryggja eigi öryggi sjúklinga. Læknar alla að ganga aftur frá vinnu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×