Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Svavar Hávarðsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Nýtt skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, reyndist vel á fyrstu vertíð. Mynd/KSH Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar segir að vegna takmarkaðra aflaheimilda hófu íslensk skip veiðar seint eða um það leyti sem Japansfrysting og hrognavinnsla gat hafist. Það voru hins vegar erlend skip sem lögðu stund á veiðarnar á fyrri hluta vertíðarinnar en mörg þeirra lönduðu afla sínum hér á landi. Var það mikilvæg búbót fyrir íslensku vinnslufyrirtækin, segir í fréttinni. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra skipa á vertíðinni 2015 og var gert ráð fyrir að verðmæti loðnunnar á þeirri vertíð næmu 27 milljörðum króna. Á vertíðinni 2014 var einungis úthlutað rúmlega 127 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa, og eru vertíðirnar þrjár á síðustu árum til marks um hve sveiflukenndar loðnuvertíðir síðustu ára hafa verið. Alls tók Síldarvinnslan á móti 43.368 tonnum af loðnu á vertíðinni þegar sjófryst loðna er meðtalin. Eru það mikil viðbrigði frá vertíðinni 2015 þegar fyrirtækið tók á móti 138.230 tonnum, en á vertíðinni 2014 var móttekið hráefni hins vegar um 45 þúsund tonn. Öll loðna var veidd til manneldisvinnslu á vertíðinni en nútíma fiskiðjuver sem framleiða frysta loðnu og loðnuhrogn til manneldis afkasta álíka miklu og öflugar fiskimjölsverksmiðjur gerðu fyrir nokkrum árum. Er þessi breyting á nýtingu loðnunnar gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi, er bent á í fréttinni. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar segir að vegna takmarkaðra aflaheimilda hófu íslensk skip veiðar seint eða um það leyti sem Japansfrysting og hrognavinnsla gat hafist. Það voru hins vegar erlend skip sem lögðu stund á veiðarnar á fyrri hluta vertíðarinnar en mörg þeirra lönduðu afla sínum hér á landi. Var það mikilvæg búbót fyrir íslensku vinnslufyrirtækin, segir í fréttinni. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra skipa á vertíðinni 2015 og var gert ráð fyrir að verðmæti loðnunnar á þeirri vertíð næmu 27 milljörðum króna. Á vertíðinni 2014 var einungis úthlutað rúmlega 127 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa, og eru vertíðirnar þrjár á síðustu árum til marks um hve sveiflukenndar loðnuvertíðir síðustu ára hafa verið. Alls tók Síldarvinnslan á móti 43.368 tonnum af loðnu á vertíðinni þegar sjófryst loðna er meðtalin. Eru það mikil viðbrigði frá vertíðinni 2015 þegar fyrirtækið tók á móti 138.230 tonnum, en á vertíðinni 2014 var móttekið hráefni hins vegar um 45 þúsund tonn. Öll loðna var veidd til manneldisvinnslu á vertíðinni en nútíma fiskiðjuver sem framleiða frysta loðnu og loðnuhrogn til manneldis afkasta álíka miklu og öflugar fiskimjölsverksmiðjur gerðu fyrir nokkrum árum. Er þessi breyting á nýtingu loðnunnar gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi, er bent á í fréttinni.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira