Erlent

Ákærðir í Lúxemborg vegna leka á gögnum sem benda til skattsvika

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blaðamaðurinn Edouard Perrin sætir ákæru ríkissaksóknara í Lúxemborg ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers.
Blaðamaðurinn Edouard Perrin sætir ákæru ríkissaksóknara í Lúxemborg ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers. Mynd af vef ICIJ
Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna ICIJ fordæma fyrirhuguð réttarhöld í Lúxemborg yfir frönskum blaðamanni og tveimur heimildarmönnum vegna leka á gögnum sem leiddu í ljós útspreidd undanskot frá skatti hjá nokkrum stærstu fyrirtækjum heimsins. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna.

Blaðamaðurinn Edouard Perrin sætir ákæru ríkissaksóknara í Lúxemborg ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers. Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í sex daga en þau hefjast á morgun.

Perrin nýtti sér hundruð skjala sem fengust með lekanum í umfjöllun árin 2012 og 2013. Þá leiddi alþjóðleg rannsókn ICIJ árið 2014 í ljós hvernig smáríkið Lúxemborg væri orðið að skattaskjóli í Evrópusambandinu sem alþjóðleg fyrirtæki nýta sér til að komast hjá því að greiða hundruð milljarða króna með ívilnunum.

Gerard Ryle, stjórnandi hjá ICIJ, segir að umrædda fyrrverandi starfsmenn PwC ætti að hylla en ekki dæma. Suma af stærstu skandölum undanfarinna ára megi rekja til hugrakks fólks sem sé tilbúið að vinna með blaðamönnum til að svipta hulunni af ranglæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×