Erlent

16 ára sagður skipuleggja hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregla að störfum í Ástralíu.
Lögregla að störfum í Ástralíu. Vísir/AFP
Lögregla í Ástralíu hefur ákært 16 ára dreng fyrir að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Drengurinn var handtekinn í gær og er sagður hafa ætlað að fremja hryðjuverk í landinu í dag á svokölluðum Anzac degi. Dagur þessi er til minningar um fyrstu orrustu hermanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi í fyrri heimsstyrjöldinni.

Drengurinn er talinn vera einn að verki og að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk á samkomu vegna Anzac dagsins. Verði hann fundinn sekur um hryðjuverk á hann yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Honum var neitað um möguleika á því að ganga laus gegn tryggingu.

Í fyrra var 15 ára drengur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja að afhöfða lögregluþjón á Anzac deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×