Jafnrétti í íþróttum Hafrún Kristjánsdóttir og Bjarni Már Magnússon skrifar 25. apríl 2016 07:00 Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun