Handbolti

Arnór og félagar sneru leiknum sér í hag í seinni hálfleik

Arnór í leik með St. Raphael í DB-Schenker höllinni í vetur.
Arnór í leik með St. Raphael í DB-Schenker höllinni í vetur. Vísir/Stefán
Arnór Atlason og félagar í Saint-Raphael unnu fimm marka sigur 30-25 á Chambery í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins en leikið var á heimavelli St. Raphael.

Chambery byrjaði leikinn betur og leiddu gestirnir 12-11 í hálfleik en leikmenn St. Raphael tóku aftur við sér og breyttu stöðunni sér í hag í seinni hálfleik.

Adrien Dipanda og Raphael Caucheteux fóru fyrir liði St. Raphael en samtals skoruðu þeir sextán af 30 mörkum liðsins. Arnór komst á blað með eitt mark í leiknum en hann fékk þar að auki eina brottvísun.

St. Raphael tekur því fimm marka forskot inn í seinni leik liðanna sem fer fram á laugardaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×