Erlent

Fór í hjartastopp í London-maraþoninu fimm kílómetrum frá marki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hlauparinn var ekki langt frá markinu þegar hann fór í hjartastopp.
Hlauparinn var ekki langt frá markinu þegar hann fór í hjartastopp. mynd/twitter
Hlaupari í London-maraþoninu sem fór fram í dag fór í hjartastopp þegar hann átti tæpa fimm kílómetra í markið. Hlauparinn féll niður á Upper Thames Street, nálægt Southwark Bridge, en hann var þá búinn að hlaupa um 37 kílómetra.

Sjúkraflutningamenn komu hlauparanum til hjálpar og var sett upp nokkurs konar neyðartjald svo hægt væri að hjúkra honum. Hann var síðan fluttur á spítala en samkvæmt frétt Independent er ekki vitað um líðan hlauparans.

Um 40.000 manns tóku þátt í London-marþoninu í dag. Keníski hlauparinn Eliud Kipchoge vann hlaupið en hann fór maraþonið á tveimur tímum, þremur mínútum og fimm sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×