Fótbolti

Birkir og félagar í Basel aðeins þremur stigum frá titlinum

Birkir Bjarnason og félagar sóttu aðeins eitt stig til Liechtenstein gegn botnliði Vaduz í svissneska boltanum í dag en leikmenn Basel eru hársbreidd frá því að tryggja sér svissneska titilinn.

Birkir  var að vanda í byrjunarliði Basel í dag og lék allar nítíu mínútur leiksins en leikmönnum Basel tókst ekki að stela sigrinum þrátt fyrir mikla yfirburði.

Leikmenn Basel ættu þó ekki að hafa miklar áhyggjur yfir stöðunni en liðið þarf aðeins þrjú stig úr síðustu sex leikjunum til að verða svissneskur meistari sjöunda árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×