Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2016 07:00 Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00
Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45