Erlent

Vill umræðu um lögleiðingu fíkniefna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Bjarni segir það ólíklegt að Færeyjar lögleiði fíkniefni á næstunni.
Bjarni segir það ólíklegt að Færeyjar lögleiði fíkniefni á næstunni. Mynd/Jens Kristian Vang
„Ég minntist á nauðsyn þess að byrja að ræða möguleikann á að lögleiða vægari fíkniefni á borð við maríjúana og þá fór eiginlega allt í háaloft,“ segir Bjarni Kárason Petersen varaþingmaður Færeyska Framsóknarflokksins í samtali við Fréttablaðið.

Færeyska þingið ræðir um þessar mundir frumvarp um að herða refsingar á innflutningi á ólöglegum fíkniefnum. Bjarni, sem situr nú á þingi í fjarveru aðalmanns, vill opna umræðuna um að lögleiða fíkniefni í Færeyjum en hann hefur mætt nokkurri mótsstöðu vegna þessa en Miðflokkurinn og Fólkaflokkurinn eru andvígir lögleiðingu.

„Þetta segir mikið um íhaldssamt eðli eyjanna,“ segir hann.

Bjarni segir það ólíklegt að frumvarp þessa efnis myndi verða samþykkt en hann vill freista þess að hefja umræðuna. Þá sé skoðunin hans en ekki Framsóknar.

„Ég er ekki viss um að minn eigin flokkur sé sammála þessu en flestar ungliðahreyfingarnar eru sammála þessu.“

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×