Erlent

Sjáðu norðurljósin dansa í ofurháskerpu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýtt myndband frá NASA í ofurháskerpu veitir okkur magnað sjónarhorn á norðurljósin.
Nýtt myndband frá NASA í ofurháskerpu veitir okkur magnað sjónarhorn á norðurljósin. Mynd/skjáskot
Norðurljósin eru ansi mögnuð og Íslendingar eru það heppnir að fá að njóta þeirra reglulega enda er Ísland einstaklega vel staðsett á jarðkringlunni í þeim efnum.

En, geimfararnir um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni eru líklega enn betur staðsettir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndband sem NASA gaf út fyrir skömmu þar sem sjá má hvernig geimfararnir upplifa norður og suðurljósin. Myndbandið er ansi magnað og er það gefið út í svokallaðri ofur-háskerpu (Ultra-high definition).

Hvað eru norðurljós?

Svokallaður sólvindur er straumur hlaðinna agna frá sólinni. Þegar þessar agnir nálgast jörðina fara margar þeirra að hringsóla í segulsviði jarðarinnar og ferðast jafnframt milli segulskautanna tveggja. Þegar þær rekast á lofthjúpinn í grennd við segulskautin verða norðurljósin og suðurljósin til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×