Erlent

Öfga Zíonistar sakaðir um hryðjuverk í Palestínu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mikil spenna hefur verið á milli ísraelískra landnámsmanna og hernuminna Palestínumanna síðustu árin.
Mikil spenna hefur verið á milli ísraelískra landnámsmanna og hernuminna Palestínumanna síðustu árin. Vísir/Getty
Öryggisher Ísraels innan Vesturbakkans hefur handtekið sex öfgamenn í Palestínu sem sakaðir eru um hryðjuverk. Handtakan þykir söguleg að því leyti að mennirnir eru allir ungir gyðingar og landnámsmenn sem eru sakaðir um zíoníska öfgastefnu og morð á saklausum palestínskum fjölskyldum. Mennirnir eru sakaðir um tilraun til íkveikju á íbúðarhúsi palestínskrar fjölskyldu.

Mennirnir hafa viðurkennt að hafa verið undir áhrifum frá bruna Dawabashe heimilisins þar sem þrír meðlimir fjölskyldumeðlimir brunnu inni eftir íkveikju í bænum Duma í fyrra, þar á meðal 18 mánaða gamalt barn.

Þessi aðgerð öryggishersins er til þess að spyrna á móti vaxandi ofbeldi gegn Palestínumönnum frá ísraelskum ungmennum sem alist hafa upp svæðum sem Ísraelsríki hefur látið byggja í hernuminni Palestínu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt landnámið og segja það ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum.

Búist er við því að mennirnir verði ákærðir á næstu dögum.

The Guardian fjallar ítarlega um málið á vef sínum.


Tengdar fréttir

Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember

Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×