Jafnrétti til náms Stella Rún Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun