Handbolti

Bergischer tapaði í framlengingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll varði 15 skot gegn sínu gamla liði.
Björgvin Páll varði 15 skot gegn sínu gamla liði. vísir/getty
Björgvin Páll Gústavsson, Arnór Þór Gunnarsson og félagar þeirra í Bergischer þurftu að sætta sig við tap fyrir Magdeburg, 33-36, í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar en í dag.

Staðan var 29-29 eftir 60 mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar reyndust leikmenn Magdeburg sterkari og þeir leika því til úrslita annað árið í röð. Og annað árið í röð mætir Magdeburg Flensburg í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Arnór Þór skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer í dag, þar af eitt af vítalínunni. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu, eða 30% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Austurríkismaðurinn Robert Weber var markahæstur í liði Magdeburg með 12 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×