Enski boltinn

Wenger: Þurfum að bæta við okkur varnarlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að liðið þurfi að bæta við sig varnarmönnum fyrir næsta tímabil og sé þörf á að styrkja liðið á aftasta hluta vallarins.

Aðeins tvö lið í deildinni hafa fengið færri mörk á sig en Arsenal en þetta er samt sem áður skoðun Wenger, og styrktist sú skoðun þegar Arsenal gerði 3-3 jafntefli við West Ham á dögunum.

„Við þurfum að bæta við okkur liðsstyrk í vörnina en við þurfum einnig bara að vera aðeins harðari af okkur sem lið,“ segir Wenger.

Arsenal getur tryggt sér inn í Meistaradeild Evrópu með sigri á Manchester City síðar í dag og það yrði 20. tímabilið í röð sem Arsenal nær því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×