Innlent

300 manns gengu úr myrkrinu í ljósið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/saga sig
Um þrjú hundruð manns gengu úr myrkrinu í ljósið í nótt. Gengin var fimm kílómetra leið til stuðnings sjálfsvígsforvörnum á Íslandi, til þess að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og til að sameinast í stuðningi við þá sem ratað hafa úr myrkrinu.

Gangan var táknræn en undir lok hannar var gengið á móts við sólarupprásina. Í lok göngunnar var athöfn þar sem þátttakendur heiðruðu minningu ástvina sinna með því að skrifa nöfn þeirra eða minningarorð á svokallaðan vonarborða.

Um er að ræða alþjóðlega athöfn, sem fyrst var haldin í Dublin á Írlandi árið 2006. Síðastliðna nótt var hún gengin í 86 borgum og bæjum á Írlandi og í fleiri löndum; Englandi, Skotlandi, Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Kanada. Talið er að um 120 þúsund manns hafi tekið þátt.

Myndir frá göngunni má sjá hér fyrir neðan. Þær eru teknar af Sögu Sig ljósmyndara.

mynd/saga sig
mynd/saga sig
mynd/saga sig
mynd/saga sig
mynd/saga sig
mynd/saga sig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×