Enski boltinn

Middlesbrough aftur í deild þeirra bestu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Stuani var vinsæll á vellinum í dag.
Christian Stuani var vinsæll á vellinum í dag. vísir/getty
Middlesbrough er komið aftur í ensku úrvalsdeildina en liðið komst í dag beint upp eftir 1-1 jafntefli við Brighton & Hove Albion í ensku B-deildinni í dag. Liðið hafnaði því í öðru sæti deildarinnar og fer beint upp ásamt Burnley.

Sjö ár eru liðin síðan Middlesbrough lék síðast í úrvalsdeildinni og brutust því út gríðarleg fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna liðsins.

Christian Stuani skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn í Middlesbrough og kom markið á 19. mínútu. Það var síðan Dale Stephens sem jafnaði metin á 55. mínútu.

Lengra komust leikmenn Brighton & Hove Albion ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Brighton & Hove Albion hafnar því í þriðja sæti og þarf að taka þátt í úrslitakeppni um síðasta sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í lokaumferðinni í ensku B-deildinni:

Blackburn Rovers 3 - 1 Reading

Cardiff City 1 - 1 Birmingham City

Charlton Athletic 0 - 3 Burnley

Derby County 0 - 1 Ipswich Town

Fulham 1 - 0 Bolton Wanderers

Huddersfield Town 1 - 5 Brentford

Hull City 5 - 1 Rotherham United

Middlesbrough 1 - 1 Brighton & Hove Albion

Milton Keynes Dons 1 - 2 Nottingham Forest

Preston North End 1 - 1 Leeds United

Queens Park Rangers 1 - 0 Bristol City

Wolverhampton Wanderers 2 - 1 Sheffield Wednesday




Fleiri fréttir

Sjá meira


×