Fótbolti

Leikir í Meistaradeildinni gætu farið fram um helgar frá og með 2021

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diego Simeone fagnar sigrinum gegn FC Bayern í vikunni.
Diego Simeone fagnar sigrinum gegn FC Bayern í vikunni. vísir/getty
Leikir í Meistaradeild Evrópu gætu farið fram um helgar frá og með árinu 2021 en þetta er ein af mörgum hugmyndum sem eru ræddar þessa dagana innan UEFA.

Þetta kemur fram í frétt á vef BBC en þar segir að breytingin geti ekki átt sér stað fyrr en eftir fimm ár vegna sjónvarpssamninga.

„Það er erfitt að ræða þetta mál svona snemma,“ segir talsmaður UEFA í samtali við BBC.

Meistaradeild Evrópu, sem áður hét Evrópukeppni félagsliða, hefur verið spiluð um miðja viku síðan árið 1968 en árið 2010 varð breyting á, þegar úrslitaleikurinn var settur á laugardegi og hefur það mælst gríðarlega vel fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×