Enski boltinn

Sunderland úr fallsæti eftir risasigur á Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Sunderland fagna hér marki í dag.
Leikmenn Sunderland fagna hér marki í dag. vísir/getty
Sunderland vann magnaðan sigur, 3-2, á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er liðið því komið úr fallsæti eftir leikinn. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Sunderland en Diego Costa kom gestunum yfir eftir stundarfjórðungs leik.

Wahbi Khazri jafnaði metin fyrir Sunderland á 41. mínútu en í uppbótartíma í fyrri hálfleik skoraði Nemanja Matic annað mark Chelsea og var staðan 2-1 í hálfleik.

Lærisveinar Sam Alardyce í Sunderland neituðu að gefast upp og jafnaði Fabio Borini metin á 67. mínútu. Það var síðan enginn annar en Jermain Defoe sem skoraði sigurmark heimamenna tuttugu mínútum fyrir leikslok og tryggði liðinu þrjú stig, líklega mikilvægasti sigur liðsins í deildinni í ár.

Sunderland er því í 17. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan Newcastle sem náði aðeins í stig gegn Aston Villa í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×