Má ekki ræða öll mál leiðsögumanna? Jakob S. Jónsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun