Hafðu áhrif Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun