Norðurslóðir skipta Evrópu máli Federica Mogherini og Karmenu Vella skrifar 3. maí 2016 07:00 Ef loftslagsbreytingar eru sýnilegar einhvers staðar í veröldinni þá er það á norðurslóðum. Svæðið kringum norðurheimskautið hlýnar nú tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. Vetrarísar á svæðinu hafa rýrnað um yfir milljón ferkílómetra – álíka svæði og Frakkland og Þýskaland til samans. Um leið verða áhrifin innan Evrópu æ greinilegri: þessi þurrari sumur, skemmri vetur og tíðu flóð og stormar sem við höfum kynnst síðustu misseri. Norðurslóðir varða okkur hins vegar ekki eingöngu vegna umhverfismála. Öryggi og farsæld okkar sjálfra er í húfi og samþætt Evrópustefna um málefni norðurslóða er löngu tímabær. Við þörfnumst stefnu sem hefur í hávegum félagslega og hagræna þróun alls svæðisins norðan heimskautsbaugs. Stefnu sem viðurkennir mikilvægi norðurslóða í öryggismálum, staðbundnum sem hnattrænum. Stefnu sem viðurkennir veigamikinn sess svæðisins í utanríkisstefnu okkar. Þessa dagana kynnum við samþætta Evrópustefnu í málefnum norðurslóða. Tími er til kominn að þrýsta á um áræðnari loftslagsaðgerðir hvað varðar norðurslóðir. Samkomulagið sem náðist í París í desember um sameiginlegan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda var í síðustu viku undirritað af yfir 170 aðilum, þar á meðal Evrópusambandinu. Þetta er stórkostlegur árangur, en við getum ekki látið þar við sitja. Innan Evrópu, sem og um allan heim, verðum við með raunverulegum aðgerðum að standa við loforðin sem gefin voru í París. Norðurslóðir sjálfar geta orðið heiminum leiðarljós í átt að sjálfbærri þróun. Þar búa fjórar milljónir manna og lifibrauð þeirra og lífshættir taka nú breytingum. Svæðið getur orðið uppspretta nýrra viðmiða um nýtingu hreinnar orku, þar á meðal vindorku á hafi, með haföldum og jarðvarma. Nyrsti hluti Evrópusambandsins hefur reynst frjór jarðvegur fyrir þróun tækninýjunga. Okkur ber að tryggja að þeim sé veittur greiður aðgangur að innri markaðnum. Náttúrutengd ferðamennska hefur haslað sér völl á Íslandi og í Lapplandi og haft jákvæð áhrif á staðbundinn efnahag svæðanna, sem býður upp á frekara þróunarstarf.Getum verið í leiðandi stöðu Danmörk, Svíþjóð og Finnland, norðurslóðalöndin þrjú sem eru innan Evrópusambandsins, eru í forréttindastöðu til að fylgja þessum tækifærum eftir. Saman getum við verið leiðandi afl í átt að sjálfbærri hagþróun, sem verndar hið viðkvæma umhverfi norðurslóða, stuðlar að hringrásarhagkerfi og virðir réttindi innfæddra. Byggðaþróunarsjóði ESB er ætlað að fjárfesta fyrir yfir 140 milljarða króna á þeim svæðum Svíþjóðar og Finnlands sem tilheyra norðurslóðum, fram til ársins 2020. Að minnsta kosti 5,6 milljarðar að auki munu renna til rannsókna á norðurslóðum árin 2016 og 2017, á meðan ýmsir uppbyggingar- og fjárfestingarsjóðir Evrópu munu styðja við áætlanir til að draga úr áhættu og aðlagast breyttum veruleika í loftslagsmálum. Alþjóðlegt samtal þarf til að ná samkomulagi um leiðina að aukinni sjálfbærni. Hingað til hafa norðurslóðir verið skýrt dæmi um uppbyggilegt, svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf. Áskoranirnar sem við stöndum öll frammi fyrir verða flóknari með hverjum degi: sífellt verður brýnna að mæta öllum málsaðilum, móta sameiginlega afstöðu og finna samstarfslausnir. Þetta á við um umhverfisvernd og vísindarannsóknir, en einnig um öryggi siglingamála á norðurslóðum og öryggismál þar almennt. Svæðið liggur um skurðlínur þriggja heimsálfa. Það sem á sér stað norðan heimskautsbaugs hefur áhrif á Evrópu og heiminn allan. Tilvera okkar veltur á velferð norðurslóða og við getum ekki skorast undan ábyrgð. Stefnumótun okkar getur verið, og verður að vera, norðurslóðum til heilla, í þágu núlifandi kynslóða og þeirra sem á eftir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Ef loftslagsbreytingar eru sýnilegar einhvers staðar í veröldinni þá er það á norðurslóðum. Svæðið kringum norðurheimskautið hlýnar nú tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. Vetrarísar á svæðinu hafa rýrnað um yfir milljón ferkílómetra – álíka svæði og Frakkland og Þýskaland til samans. Um leið verða áhrifin innan Evrópu æ greinilegri: þessi þurrari sumur, skemmri vetur og tíðu flóð og stormar sem við höfum kynnst síðustu misseri. Norðurslóðir varða okkur hins vegar ekki eingöngu vegna umhverfismála. Öryggi og farsæld okkar sjálfra er í húfi og samþætt Evrópustefna um málefni norðurslóða er löngu tímabær. Við þörfnumst stefnu sem hefur í hávegum félagslega og hagræna þróun alls svæðisins norðan heimskautsbaugs. Stefnu sem viðurkennir mikilvægi norðurslóða í öryggismálum, staðbundnum sem hnattrænum. Stefnu sem viðurkennir veigamikinn sess svæðisins í utanríkisstefnu okkar. Þessa dagana kynnum við samþætta Evrópustefnu í málefnum norðurslóða. Tími er til kominn að þrýsta á um áræðnari loftslagsaðgerðir hvað varðar norðurslóðir. Samkomulagið sem náðist í París í desember um sameiginlegan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda var í síðustu viku undirritað af yfir 170 aðilum, þar á meðal Evrópusambandinu. Þetta er stórkostlegur árangur, en við getum ekki látið þar við sitja. Innan Evrópu, sem og um allan heim, verðum við með raunverulegum aðgerðum að standa við loforðin sem gefin voru í París. Norðurslóðir sjálfar geta orðið heiminum leiðarljós í átt að sjálfbærri þróun. Þar búa fjórar milljónir manna og lifibrauð þeirra og lífshættir taka nú breytingum. Svæðið getur orðið uppspretta nýrra viðmiða um nýtingu hreinnar orku, þar á meðal vindorku á hafi, með haföldum og jarðvarma. Nyrsti hluti Evrópusambandsins hefur reynst frjór jarðvegur fyrir þróun tækninýjunga. Okkur ber að tryggja að þeim sé veittur greiður aðgangur að innri markaðnum. Náttúrutengd ferðamennska hefur haslað sér völl á Íslandi og í Lapplandi og haft jákvæð áhrif á staðbundinn efnahag svæðanna, sem býður upp á frekara þróunarstarf.Getum verið í leiðandi stöðu Danmörk, Svíþjóð og Finnland, norðurslóðalöndin þrjú sem eru innan Evrópusambandsins, eru í forréttindastöðu til að fylgja þessum tækifærum eftir. Saman getum við verið leiðandi afl í átt að sjálfbærri hagþróun, sem verndar hið viðkvæma umhverfi norðurslóða, stuðlar að hringrásarhagkerfi og virðir réttindi innfæddra. Byggðaþróunarsjóði ESB er ætlað að fjárfesta fyrir yfir 140 milljarða króna á þeim svæðum Svíþjóðar og Finnlands sem tilheyra norðurslóðum, fram til ársins 2020. Að minnsta kosti 5,6 milljarðar að auki munu renna til rannsókna á norðurslóðum árin 2016 og 2017, á meðan ýmsir uppbyggingar- og fjárfestingarsjóðir Evrópu munu styðja við áætlanir til að draga úr áhættu og aðlagast breyttum veruleika í loftslagsmálum. Alþjóðlegt samtal þarf til að ná samkomulagi um leiðina að aukinni sjálfbærni. Hingað til hafa norðurslóðir verið skýrt dæmi um uppbyggilegt, svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf. Áskoranirnar sem við stöndum öll frammi fyrir verða flóknari með hverjum degi: sífellt verður brýnna að mæta öllum málsaðilum, móta sameiginlega afstöðu og finna samstarfslausnir. Þetta á við um umhverfisvernd og vísindarannsóknir, en einnig um öryggi siglingamála á norðurslóðum og öryggismál þar almennt. Svæðið liggur um skurðlínur þriggja heimsálfa. Það sem á sér stað norðan heimskautsbaugs hefur áhrif á Evrópu og heiminn allan. Tilvera okkar veltur á velferð norðurslóða og við getum ekki skorast undan ábyrgð. Stefnumótun okkar getur verið, og verður að vera, norðurslóðum til heilla, í þágu núlifandi kynslóða og þeirra sem á eftir koma.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun