Curry með fimmtán stig á innan við tveimur mínútum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira