Enski boltinn

Klopp: Ég er ábyrgur líka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var líflegur í kvöld.
Klopp var líflegur í kvöld. vísir/getty
Leikmenn og þjálfarar Liverpool voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir 3-1 tap gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Við verðum að nýta þetta sem reynslu," sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Við misstum trúna og ég er ábyrgur líka. Ég hef ekkert að setja út á mína leikmenn."

„Fyrsta markið hjá þeim er ekki vandamál, heldur það sem gerðist eftir það. Við misstum fullkomlega trú á leikskipulagi okkar og við vorum stressaðir í okkar varnarleik."

James Milner, fyrirliði Liverpool í fjarveru Jordan Henderson, tók í sama streng og Klopp og var eðlilega niðurlútur í leikslok:

„Við byrjuðum aldrei síðari hálfleikinn og þetta var átakanlegt. Við sýndum ekki neitt nálægt okkar hæfileikum og það eru mestu vonbrigðin."

Sjá einnig:Liverpool féll á stóra prófinu og Sevilla meistari þriðja árið í röð | Sjáðu öll mörkin

„Við vorum ekki að hugsa um Meistaradeildina, bara um að vinna bikarinn. Þetta er tvöfalt áfall að vera ekki í Evrópu á næsta tímabili," sagði Milner og bætti við að lokum:

„Við fórum í tvo leiki og töpuðum báðum. Næst þurfum við að kára verkið, en þetta hafði ekkert með dómarana að gera. Þetta snýst um okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×