Söfn og lifandi safnkostur Hjörtur Þorbjörnsson skrifar 18. maí 2016 13:08 Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og munu söfn víða um heim standa að ýmsum viðburðum tengdum starfsemi þeirra. Dagskrá íslenskra safna má finna á heimasíðu Félags íslenskra safna og safnamanna, www.safnmenn.is. Markmið safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum og munu söfn þetta árið leggja áherslu á tengingu safna við menningalandslagið, varðveislu þess og þróun. Með þessum degi eru söfn hvött til þess að útvíkka starfsemi sína út fyrir veggi safnsins og með ábyrgum hætti hlúa að því menningarlandslagi sem safnið tilheyrir. Lifandi plöntur eru órjúfanlegur hluti menningarlandslags okkar. Þær eru fæðuuppspretta okkar sjálfra og húsdýranna, þær veita okkur skjól og klæði, eru orkugjafar og gjarnan nýttar til yndisauka. Þegar breyting verður á lifnaðarháttum manna breytast plöntunytjar ásamt verkháttum sem notaðir eru við ræktun þeirra og við vinnslu afurða. Lifandi plöntur geta því frætt okkur um liðna tíma, um lifnaðarhætti fólks, sorgir þeirra og gleði, auk þess sem þær geta mögulega öðlast hlutverk að nýju í síbreytilegum heimi. Fyrrum var tenging plantna við samfélag manna mun skýrari en hún er í dag. Matvörur voru að mestu framleiddar í nærsamfélaginu og jurtir til heilsubótar voru annað hvort ræktaðar í görðum eða sóttar út í náttúruna í næsta nágrenni. Víða má finna gamlar nytjaplöntur sem enn lifa í umhverfi okkar þó þær séu lítið eða ekkert nýttar í dag. Auðveldlega má benda á gamla hnausa af rabarbara víða um landið, bæði þar sem býli eru enn í byggð og einnig við eyðibýli. Tegundasamsetning grasa í túnum og engjum bera vitni um nýtingu og lifnaðarhætti fólks í gegnum aldirnar. Jafnvel plöntur sem við í dag temjum okkur að kalla illgresi eru oft leifar ræktunar fyrri tíma. Njóli var til að mynda nýttur til manneldis og trúlega ræktaður víða til slíkra nota. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessar plöntur geta haft ákveðið varðveislugildi. Fyrst ber að nefna erfðafjölbreytnina sem þær hafa. Erfðafjölbreytni er erfðabreytileiki innan tegunda sem ýmist er mældur út frá útlitseinkennum eða með aðferðum sameindalíffræðinnar. Erfðafjölbreytni skilgreinir meðal annars hversu vel stofnar lífvera þola hverskyns áföll. Sýnt hefur verið fram á að stofnar gamalla ræktunarplantna sem þraukað hafa hér á landi hafi þróað með sér aðra erfðafjölbreytni en stofnar sömu tegunda sem lifað hafa í loftslagi sunnar í heiminum. Því geta þessir stofnar mögulega veitt kynbótamönnum framtíðarinnar verðmæta eiginleika og þannig stuðlað að auknu fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Slíkir eiginleikar gætu verið til dæmis aukið harðgeri, aukið sjúkdómsþol eða aðlögun að stuttum vaxtartíma. Varðveislugildið felst einnig í möguleikum samfélagsins til að setja menningarlandslagið sem við búum við í dag í samhengi við söguna. Lifandi safnkostur býður alla jafna upp á öðruvísi samspil almennings við safnkostinn en ef um venjulega muni er að ræða. Almenningur getur tekið virkan þátt í varðveislu plantnanna og hlúð að safnkostinum ásamt safninu. Dæmi um þetta væri til dæmis bæjarfélag þar sem kúmen er gömul nytjaplanta. Safn og bæjarfélag gætu átt samtal um það að leyfa kúmenplöntum að þroska fræ á ákveðnum stöðum og að tíðum slætti bæjarfélagsins væri hagað þannig að hann kæmi ekki mjög niður á stærð kúmenstofnsins. Safnið gæti staðið að fræðslu um nýtingu kúmensins og þannig veitt bæjarbúum og nærsamfélagi tengingu við söguna. Hefur þetta verið gert með góðum árangri á vegum Reykjavíkurborgar og Borgarsögusafns í Viðey. Hægt væri að gera svipað með gömul yrki skrautplantna og jafnvel gamlar stofujurtir þar sem þær hafa varðveist. Varðveisla erfðafjölbreytni ræktaðra plantna er á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og sér til fulltingis hefur ráðuneytið erfðanefnd landbúnaðarins. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur meðal annars það hlutverk að annast samráð innanlands um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, ræktaðra plantna og húsdýra. Á Íslandi eru nokkur söfn sem annast varðveislu lifandi plantna og eru þá Grasagarður Reykjavíkur, Lystigarðurinn á Akureyri og Urtagarðurinn í Nesi ef til vill þau helstu. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur einnig veg og vanda að verkefninu Yndisgróður. Verkefnið gengur út á að flokka og skilgreina þann runna- og trjágróður sem hefur verið í ræktun á landinu og heldur utan um gott safn þeirra plantna. Erfðafjölbreytni landbúnaðarplantna er þó best varðveitt í góðri tengingu við upprunastað sinn og söguna. Markmið varðveislunnar yrði þannig sjálfbær nýting erfðalindarinnar og liggur lykillinn að henni í samtali milli varðveisluaðila og nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og munu söfn víða um heim standa að ýmsum viðburðum tengdum starfsemi þeirra. Dagskrá íslenskra safna má finna á heimasíðu Félags íslenskra safna og safnamanna, www.safnmenn.is. Markmið safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum og munu söfn þetta árið leggja áherslu á tengingu safna við menningalandslagið, varðveislu þess og þróun. Með þessum degi eru söfn hvött til þess að útvíkka starfsemi sína út fyrir veggi safnsins og með ábyrgum hætti hlúa að því menningarlandslagi sem safnið tilheyrir. Lifandi plöntur eru órjúfanlegur hluti menningarlandslags okkar. Þær eru fæðuuppspretta okkar sjálfra og húsdýranna, þær veita okkur skjól og klæði, eru orkugjafar og gjarnan nýttar til yndisauka. Þegar breyting verður á lifnaðarháttum manna breytast plöntunytjar ásamt verkháttum sem notaðir eru við ræktun þeirra og við vinnslu afurða. Lifandi plöntur geta því frætt okkur um liðna tíma, um lifnaðarhætti fólks, sorgir þeirra og gleði, auk þess sem þær geta mögulega öðlast hlutverk að nýju í síbreytilegum heimi. Fyrrum var tenging plantna við samfélag manna mun skýrari en hún er í dag. Matvörur voru að mestu framleiddar í nærsamfélaginu og jurtir til heilsubótar voru annað hvort ræktaðar í görðum eða sóttar út í náttúruna í næsta nágrenni. Víða má finna gamlar nytjaplöntur sem enn lifa í umhverfi okkar þó þær séu lítið eða ekkert nýttar í dag. Auðveldlega má benda á gamla hnausa af rabarbara víða um landið, bæði þar sem býli eru enn í byggð og einnig við eyðibýli. Tegundasamsetning grasa í túnum og engjum bera vitni um nýtingu og lifnaðarhætti fólks í gegnum aldirnar. Jafnvel plöntur sem við í dag temjum okkur að kalla illgresi eru oft leifar ræktunar fyrri tíma. Njóli var til að mynda nýttur til manneldis og trúlega ræktaður víða til slíkra nota. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessar plöntur geta haft ákveðið varðveislugildi. Fyrst ber að nefna erfðafjölbreytnina sem þær hafa. Erfðafjölbreytni er erfðabreytileiki innan tegunda sem ýmist er mældur út frá útlitseinkennum eða með aðferðum sameindalíffræðinnar. Erfðafjölbreytni skilgreinir meðal annars hversu vel stofnar lífvera þola hverskyns áföll. Sýnt hefur verið fram á að stofnar gamalla ræktunarplantna sem þraukað hafa hér á landi hafi þróað með sér aðra erfðafjölbreytni en stofnar sömu tegunda sem lifað hafa í loftslagi sunnar í heiminum. Því geta þessir stofnar mögulega veitt kynbótamönnum framtíðarinnar verðmæta eiginleika og þannig stuðlað að auknu fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Slíkir eiginleikar gætu verið til dæmis aukið harðgeri, aukið sjúkdómsþol eða aðlögun að stuttum vaxtartíma. Varðveislugildið felst einnig í möguleikum samfélagsins til að setja menningarlandslagið sem við búum við í dag í samhengi við söguna. Lifandi safnkostur býður alla jafna upp á öðruvísi samspil almennings við safnkostinn en ef um venjulega muni er að ræða. Almenningur getur tekið virkan þátt í varðveislu plantnanna og hlúð að safnkostinum ásamt safninu. Dæmi um þetta væri til dæmis bæjarfélag þar sem kúmen er gömul nytjaplanta. Safn og bæjarfélag gætu átt samtal um það að leyfa kúmenplöntum að þroska fræ á ákveðnum stöðum og að tíðum slætti bæjarfélagsins væri hagað þannig að hann kæmi ekki mjög niður á stærð kúmenstofnsins. Safnið gæti staðið að fræðslu um nýtingu kúmensins og þannig veitt bæjarbúum og nærsamfélagi tengingu við söguna. Hefur þetta verið gert með góðum árangri á vegum Reykjavíkurborgar og Borgarsögusafns í Viðey. Hægt væri að gera svipað með gömul yrki skrautplantna og jafnvel gamlar stofujurtir þar sem þær hafa varðveist. Varðveisla erfðafjölbreytni ræktaðra plantna er á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og sér til fulltingis hefur ráðuneytið erfðanefnd landbúnaðarins. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur meðal annars það hlutverk að annast samráð innanlands um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, ræktaðra plantna og húsdýra. Á Íslandi eru nokkur söfn sem annast varðveislu lifandi plantna og eru þá Grasagarður Reykjavíkur, Lystigarðurinn á Akureyri og Urtagarðurinn í Nesi ef til vill þau helstu. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur einnig veg og vanda að verkefninu Yndisgróður. Verkefnið gengur út á að flokka og skilgreina þann runna- og trjágróður sem hefur verið í ræktun á landinu og heldur utan um gott safn þeirra plantna. Erfðafjölbreytni landbúnaðarplantna er þó best varðveitt í góðri tengingu við upprunastað sinn og söguna. Markmið varðveislunnar yrði þannig sjálfbær nýting erfðalindarinnar og liggur lykillinn að henni í samtali milli varðveisluaðila og nærsamfélagsins.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun