Fyrsti viðkomustaðurinn, loks endurbætur! Þórarinn Ingólfsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Þegar núverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, tók við embætti á vormánuðum 2013 blasti við vond staða heilsugæslunnar í landinu. Skortur var á læknum í heilsugæslu bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þúsundir landsmanna voru án heimilislæknis og hornsteinn heilsugæslunnar, listunin, hafði þynnst út með yfirskráningu á heilsugæslustöðvar og íbúar þurft að sætta sig við lakari þjónustu. Almenn óánægja var með aðgengið að heilsugæslunni og átt hafði sér stað niðurskurður í þjónustunni. Heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist skyldi í endurskipulagningu á grunni starfs sem unnið hafði verið í ráðuneytinu af forvera hans, Guðbjarti Hannessyni, með skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting. Kristján tók mið af 3. grein laga um heilbrigðisþjónustu frá 2007 um að stefnt skuli að því að heilbrigðisþjónusta sé ávallt veitt á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Hann kynnti hugmyndir sýnar í Norræna húsinu þann 20.?janúar 2014. Í höfuðatriðum ganga endurbæturnar út á að breyta skipuriti heilsugæslunnar þannig að fagstéttir hefðu meiri áhrif á veitingu þjónustunnar með einum yfirmanni, annaðhvort hjúkrunarfræðingi eða lækni á hverri stöð. Opnað yrði fyrir fjölbreytt rekstrarform í heilsugæslu og áhugasömu starfsfólki gert mögulegt að reka heilsugæslur ef áhugi væri fyrir því. Allir íbúar skyldu vera skráðir hjá heimilislækni sem hefði yfirsýn yfir þeirra mál. Sjúklingar sem líða af langvinnum sjúkdómum skyldu hafa sérstakan tengilið innan stöðvar auk heimilislæknis. Nýtt fjármögnunarlíkan skal gilda fyrir þjónustuna hvort sem hún yrði veitt af hinu opinbera beint eða með þjónustusamningum við heilbrigðisstarfsfólk. Fjármögnunarlíkanið tekur tillit til sjúkdómabyrði og greitt yrði meira fyrir að sinna þeim er veikastir eru og félagslega verst settir. Einnig verða innleiddir gæðavísar og m.a. hvatar til að stuðla að réttri notkun sýklalyfja, yfirferð lyfjalista o.fl.Aukið fjármagn þarf Síðast en ekki síst réðst hann í gerð ítarlegrar og samræmdrar kröfulýsingar varðandi þjónustu heilsugæslustöðva með áherslum á þjónustu við langveika og aldraða og aukið aðgengi fyrir alla. Slíka kröfulýsingu skal kostnaðargreina skv. lögum og mun þá koma fram raunkostnaðurinn við að veita þjónustuna. Ljóst er að slíkar endurbætur með nýjum viðeigandi verkefnum sem sinnt verður vel heppnast ekki nema aukið fjármagn komi til. Heilbrigðisráðherra og stjórnmálamönnum öllum er það vel ljóst. Illa hefur gengið að manna stöður heimilislækna sl. áratug og nýliðun verið ónóg. Heimilislæknar hafa óskað eftir þeim möguleika að reka heilsugæslustöðvar sjálfir og hefur þetta sérstaklega verið ósk sem yngri sérfræðingar hafa sett fram. Þau áform sem nú eru uppi um að gefa heilbrigðisstarfsfólki kost á að koma að rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva eru því jákvæð að því leyti að ef fjármögnun þjónustunnar er tryggð má búast við því að þetta leiði til betri og aukinnar mönnunar innan heilsugæslunnar og betri og meiri þjónustu við íbúana en áður hefur verið. Rekstrarformið sjálft á ekki að skipta máli fyrir þá sem þjónustuna fá, þjónustukröfum, verðskrá og öðru er stýrt af hinu opinbera. Við í stjórn Félags íslenskra heimilislækna styðjum endurbætur heilbrigðisráðherra á heilsugæslunni og teljum þær löngu tímabærar og berum þá von í brjósti að heilsugæslan geti staðið undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn eins og lög segja til um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar núverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, tók við embætti á vormánuðum 2013 blasti við vond staða heilsugæslunnar í landinu. Skortur var á læknum í heilsugæslu bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þúsundir landsmanna voru án heimilislæknis og hornsteinn heilsugæslunnar, listunin, hafði þynnst út með yfirskráningu á heilsugæslustöðvar og íbúar þurft að sætta sig við lakari þjónustu. Almenn óánægja var með aðgengið að heilsugæslunni og átt hafði sér stað niðurskurður í þjónustunni. Heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist skyldi í endurskipulagningu á grunni starfs sem unnið hafði verið í ráðuneytinu af forvera hans, Guðbjarti Hannessyni, með skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting. Kristján tók mið af 3. grein laga um heilbrigðisþjónustu frá 2007 um að stefnt skuli að því að heilbrigðisþjónusta sé ávallt veitt á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Hann kynnti hugmyndir sýnar í Norræna húsinu þann 20.?janúar 2014. Í höfuðatriðum ganga endurbæturnar út á að breyta skipuriti heilsugæslunnar þannig að fagstéttir hefðu meiri áhrif á veitingu þjónustunnar með einum yfirmanni, annaðhvort hjúkrunarfræðingi eða lækni á hverri stöð. Opnað yrði fyrir fjölbreytt rekstrarform í heilsugæslu og áhugasömu starfsfólki gert mögulegt að reka heilsugæslur ef áhugi væri fyrir því. Allir íbúar skyldu vera skráðir hjá heimilislækni sem hefði yfirsýn yfir þeirra mál. Sjúklingar sem líða af langvinnum sjúkdómum skyldu hafa sérstakan tengilið innan stöðvar auk heimilislæknis. Nýtt fjármögnunarlíkan skal gilda fyrir þjónustuna hvort sem hún yrði veitt af hinu opinbera beint eða með þjónustusamningum við heilbrigðisstarfsfólk. Fjármögnunarlíkanið tekur tillit til sjúkdómabyrði og greitt yrði meira fyrir að sinna þeim er veikastir eru og félagslega verst settir. Einnig verða innleiddir gæðavísar og m.a. hvatar til að stuðla að réttri notkun sýklalyfja, yfirferð lyfjalista o.fl.Aukið fjármagn þarf Síðast en ekki síst réðst hann í gerð ítarlegrar og samræmdrar kröfulýsingar varðandi þjónustu heilsugæslustöðva með áherslum á þjónustu við langveika og aldraða og aukið aðgengi fyrir alla. Slíka kröfulýsingu skal kostnaðargreina skv. lögum og mun þá koma fram raunkostnaðurinn við að veita þjónustuna. Ljóst er að slíkar endurbætur með nýjum viðeigandi verkefnum sem sinnt verður vel heppnast ekki nema aukið fjármagn komi til. Heilbrigðisráðherra og stjórnmálamönnum öllum er það vel ljóst. Illa hefur gengið að manna stöður heimilislækna sl. áratug og nýliðun verið ónóg. Heimilislæknar hafa óskað eftir þeim möguleika að reka heilsugæslustöðvar sjálfir og hefur þetta sérstaklega verið ósk sem yngri sérfræðingar hafa sett fram. Þau áform sem nú eru uppi um að gefa heilbrigðisstarfsfólki kost á að koma að rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva eru því jákvæð að því leyti að ef fjármögnun þjónustunnar er tryggð má búast við því að þetta leiði til betri og aukinnar mönnunar innan heilsugæslunnar og betri og meiri þjónustu við íbúana en áður hefur verið. Rekstrarformið sjálft á ekki að skipta máli fyrir þá sem þjónustuna fá, þjónustukröfum, verðskrá og öðru er stýrt af hinu opinbera. Við í stjórn Félags íslenskra heimilislækna styðjum endurbætur heilbrigðisráðherra á heilsugæslunni og teljum þær löngu tímabærar og berum þá von í brjósti að heilsugæslan geti staðið undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn eins og lög segja til um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun