Hefurðu heyrt um "teflonkonur“? Þóranna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2016 11:50 „Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun