Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun