Ekki gefast upp! Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Áfengisvandi kemur niður á líðan, samskiptum við sitt nánasta fólk og tækifærum í lífinu. Oft hef ég heyrt frá sjúklingum á Vogi að undanfari innlagnar hafi verið þessi hræðilega líðan, „ég var að gefast upp“. Öngstrætið sem margir rata í getur birst hægt og hljótt, en þegar þangað er komið, er hættuástand. Einhverjir grípa til örþrifaráða og skrefið til aðstoðar er oft tekið á krossgötum í lífi einstaklingsins. Dæmi um slíkar krossgötur þar sem áfengisvandi getur verið hluti vandans eða meginorsök hans, eru að við blasi hjónaskilnaður/sambandsslit eða atvinnumissir eða breyting á umgengni við börnin eða þunglyndi/kvíði eða lífsleiði eða persónuleg vonbrigði önnur. Sjálfsvirðingin er lág og skömmin þrúgandi. Þegar áfengisvandi er annars vegar, er umræðan um hann oft erfið. Aðstandendur geta forðast að minnast á hann, efast um hvort vandinn sé raunverulegur, vilja ekki búa til ósætti eða móðga. Sá sem á vandann, forðast líka umræðuna, hylmir yfir, gerir lítið úr vandanum, viðrar ekki áhyggjur sínar af honum, ætlar að laga þetta áður en allt fer í óefni. Þannig er oft komið að krossgötum og einstaklingurinn að gefast upp, án þess að hafa nokkurn tíma leitað aðstoðar. Það má koma til hjálpar með margs konar inngripum, en fyrsta skrefið er að tala um vandamálið. Oft hugsa ég, hvernig er hægt að hjálpa til þannig að sem fæstir þurfi að fara alla leið inn í öngstrætið áður en ákvörðunin er tekin, að leita sér hjálpar. Það þarf að vera „auðvelda valið“ að leita sér hjálpar. Samtal um persónulegan vanda er alltaf erfitt, en líka svo mikilvægt. Hvort sem um er að ræða áfengissýki, fíknsjúkdóminn, eða ekki, þá er alltaf mikilvægt að ræða áfengisvanda ef einhver telur aðstandanda sinn eða sig sjálfan hafa hann. Við höfum síðan leiðir til að greina vandann, skima fyrir fíkn og meðhöndla ef sú er raunin.Batinn, hugrekkið og ábyrgðin er allt um kring Við erum oft umvafin frásögnum af sorgarsögum og ásökunum og fordómum. Minna heyrist af batasögum, hugrekki og ábyrgð, sem þó eru allt um kring. Það er skömmin sem vofir enn þá yfir þessum sjúkdómi sem fíknsjúkdómurinn er, jafnvel þótt við vitum að hann er líffræðilegur og ekki valinn. Hann er algengur og hrjáir karla og konur, ríka og fátæka, af öllum menntunarstigum og með alla mögulega samhliða sjúkdóma eða enga. Sjúkdómur sem hrjáir venjulegt fólk. Ég verð daglega vitni að því í minni vinnu sem læknir á Vogi, hve fljótt getur skipt úr vonleysi í von, og úrræðaleysi í áform, og lífsleiða í lífslöngun. Að gangast við áfengisvandanum og taka ábyrgð til að draga úr afleiðingum hans er oft nægjanlegt til að breyta þessari líðan. Margir segja á Vogi „ég hefði átt að koma hér fyrir mörgum árum“. Verkefnið sem kemur síðan í framhaldi ef um er að ræða fíknsjúkdóm, er langvinnt og smátt og smátt má ná tökum á honum, með bata á ýmsum stigum. En byrjum á byrjuninni, ræðum áfengisvandann, ekki gefast upp, heldur leitum aðstoðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Áfengisvandi kemur niður á líðan, samskiptum við sitt nánasta fólk og tækifærum í lífinu. Oft hef ég heyrt frá sjúklingum á Vogi að undanfari innlagnar hafi verið þessi hræðilega líðan, „ég var að gefast upp“. Öngstrætið sem margir rata í getur birst hægt og hljótt, en þegar þangað er komið, er hættuástand. Einhverjir grípa til örþrifaráða og skrefið til aðstoðar er oft tekið á krossgötum í lífi einstaklingsins. Dæmi um slíkar krossgötur þar sem áfengisvandi getur verið hluti vandans eða meginorsök hans, eru að við blasi hjónaskilnaður/sambandsslit eða atvinnumissir eða breyting á umgengni við börnin eða þunglyndi/kvíði eða lífsleiði eða persónuleg vonbrigði önnur. Sjálfsvirðingin er lág og skömmin þrúgandi. Þegar áfengisvandi er annars vegar, er umræðan um hann oft erfið. Aðstandendur geta forðast að minnast á hann, efast um hvort vandinn sé raunverulegur, vilja ekki búa til ósætti eða móðga. Sá sem á vandann, forðast líka umræðuna, hylmir yfir, gerir lítið úr vandanum, viðrar ekki áhyggjur sínar af honum, ætlar að laga þetta áður en allt fer í óefni. Þannig er oft komið að krossgötum og einstaklingurinn að gefast upp, án þess að hafa nokkurn tíma leitað aðstoðar. Það má koma til hjálpar með margs konar inngripum, en fyrsta skrefið er að tala um vandamálið. Oft hugsa ég, hvernig er hægt að hjálpa til þannig að sem fæstir þurfi að fara alla leið inn í öngstrætið áður en ákvörðunin er tekin, að leita sér hjálpar. Það þarf að vera „auðvelda valið“ að leita sér hjálpar. Samtal um persónulegan vanda er alltaf erfitt, en líka svo mikilvægt. Hvort sem um er að ræða áfengissýki, fíknsjúkdóminn, eða ekki, þá er alltaf mikilvægt að ræða áfengisvanda ef einhver telur aðstandanda sinn eða sig sjálfan hafa hann. Við höfum síðan leiðir til að greina vandann, skima fyrir fíkn og meðhöndla ef sú er raunin.Batinn, hugrekkið og ábyrgðin er allt um kring Við erum oft umvafin frásögnum af sorgarsögum og ásökunum og fordómum. Minna heyrist af batasögum, hugrekki og ábyrgð, sem þó eru allt um kring. Það er skömmin sem vofir enn þá yfir þessum sjúkdómi sem fíknsjúkdómurinn er, jafnvel þótt við vitum að hann er líffræðilegur og ekki valinn. Hann er algengur og hrjáir karla og konur, ríka og fátæka, af öllum menntunarstigum og með alla mögulega samhliða sjúkdóma eða enga. Sjúkdómur sem hrjáir venjulegt fólk. Ég verð daglega vitni að því í minni vinnu sem læknir á Vogi, hve fljótt getur skipt úr vonleysi í von, og úrræðaleysi í áform, og lífsleiða í lífslöngun. Að gangast við áfengisvandanum og taka ábyrgð til að draga úr afleiðingum hans er oft nægjanlegt til að breyta þessari líðan. Margir segja á Vogi „ég hefði átt að koma hér fyrir mörgum árum“. Verkefnið sem kemur síðan í framhaldi ef um er að ræða fíknsjúkdóm, er langvinnt og smátt og smátt má ná tökum á honum, með bata á ýmsum stigum. En byrjum á byrjuninni, ræðum áfengisvandann, ekki gefast upp, heldur leitum aðstoðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun