Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:45 Illugi, Jón Rúnar, Bjarni Ben og John Carlin ræða málin í Hörpu í dag. vísir/anton brink Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti