NBA: Westbrook frábær og OKC komið í 3-2 á móti Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 06:47 Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira