Handbolti

Sigurbergur og félagar töpuðu og misstu fyrsta sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurbergur skoraði eitt mark úr þremur skotum.
Sigurbergur skoraði eitt mark úr þremur skotum. vísir/valli
Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í Team Tvis Holstebro töpuðu síðasta leiknum sínum í milliriðlum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Deildarmeistararnir þurftu að sætta sig við þriggja marka tap gegn Skjern, 27-24, á heimavelli en gestirnir voru 12-10 yfir í hálfleik og höfðu frumkvæðið allan tímann.

Bjerringbro-Silkeborg vann á sama tíma sigur á SönderjyskE og hirti þannig efsta sæti A-riðilsins en Holstebro endar í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Holstebro.

Þar sem Sigurbergur og félagar misstu fyrsta sætið munu þeir að öllum líkindum mæta KIF Kolding í undanúrslitum en það mætir Aarhus á morgun í leik sem það á að vinna.

Bjerringbro mun mæta annað hvort GOG eða Álaborg sem Aron Kristjánsson tekur við í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×