Enski boltinn

John Terry: Ég vil fá nýjan samning hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry með ungum leikmanni Chelsea.
John Terry með ungum leikmanni Chelsea. Vísir/Getty
John Terry tekur út leikbann í síðustu tveimur leikjum Chelsea á tímabilinu en það þarf þó ekki að fara svo að hann hafi spilað sinn síðasta leik með liðinu.

Samingur John Terry rennur út í sumar og verðandi knattspyrnustjóri Chelsea, Ítalinn Antonio Conte, ræður því væntanlega hvort að Terry fái nýjan samning sem fyrirliðinn sækist nú eftir.

John Terry er orðinn 35 ára gamall en hann hefur verið hjá Chelsea í tvo áratugi og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með liðinu 28. október 1998.

„Ég ætlaði mér að spila í nokkur ár í viðbót og vonandi verður það hjá Chelsea. Ég vil fá nýjan samning hjá Chelsea," sagði John Terry í viðtali við Youtube-síðu danska félagsins Bröndby en Terry er góður vinur Jan Bech Andersen, sem er eigandi Bröndby.

„Ég er leikmaður Chelsea og Chelsea hefur verið mitt félag síðan að ég var fjórtán ára. Ég elska Chelsea," sagði John Terry en Sky Sports skrifar þetta upp eftir Bröndby-viðtalinu.

John Terry hefur spilað 703 leiki fyrir Chelsea og hann hefur verið fyrirliði í yfir 500 leikjum.

John Terry á eftir að spila einn leik á Stamford Bridge áður en samningur hans rennur út. Hann fékk völlinn á leigu á mánudaginn kemur eða eftir að tímabilið er búið. Hann ætlar þar að skemmta sér með vinum sínum.

Það kostar vanalega 22 þúsund pund, um 3,9 milljónir íslenskar, að leiga Stamford Bridge en fyrirliði Chelsea fékk hann frítt sem þarf nú ekki að koma mörgum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×