Tvískinnungur og skammsýni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Jón Helgi Björnsson skrifar 9. maí 2016 00:00 Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun