Sýrland útskýrt fyrir þriggja ára barni Ragnar Þór Jónsson skrifar 23. maí 2016 17:30 Þriðjungur Sýrlensku þjóðarinnar hefur verið á flótta innan Sýrlands, en yfir 4,6 miljónir hafa flúið land. Mikill meirihluti þerra býr nú í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum Tyrkland, Líbanon, Írak, Jórdaníu, Egyptaland. Þessi lönd sjá um 95% af flóttamönnum. En Arabaríkin í Persaflóa Saudi-Arabía, Kuwait, Katar, Bahrain, Sameinuðu Furstaveldin og Oman hafa tekið á móti núll. Þessi aðgerð hjá Persaflóaríkjunum voru kölluð „sérstaklega skammarleg“ af Amnesty International. Af þessum ástæðum eru margar flóttamannabúðir gífurlega fjölmennar og lítið er til af mat og nauðsynlegum lyfjum, þar sem fólk þjáist af kulda, hungri, sjúkdómum, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Sýrlendingar hafa misst alla von um að aðstæður þeirra muni skána í fyrirsjáanlegri framtíð, þannig margir ákváðu að leita hælis í Evrópu. Sameinuðu Þjóðirnar og World Food Program voru ekki tilbúnar fyrir flóttamannakreppu á þessum skala. Heimurinn þarf að koma saman og starfa sem sameinuð eining, en í staðinn hefur heimurinn sundrast og klofnað í afstöðu sinni til þeirrar neyðar sem hefur myndast. Mörg lönd hafa einfaldlega neitað að taka á móti flóttamönnum. Þannig hafa löndin sem eiga landamæri að Sýrlandi verið skilin ein eftir í baráttunni til að leysa vandann. Mörg þau lönd, þ.á.m. Grikkland, eiga í gífurlega efnahagslegum erfiðleikum og geta á engan hátt leyst vandann ein og óstudd. Á sama tíma er ESB samansafn af auðugum hagkerfum og vel skipulögðum löndum þar sem félagskerfi virka; lýðræði, innviðir og mikið af atvinnugreinum. Það getur vel séð um flóttamannakreppunna ef það vill, hið sama má segja um öll vestrænu löndin. En á meðan mörg vesturlönd vilja loka augunum fyrir þeim raunveruleika sem heimurinn býr við, hefur pínulitla Jórdanía nú þegar tekið á móti yfir 600.000 sýrlenskum flóttamönnum, þá hefur Bretland sem hefur 78 sinnum hærri landsframleiðslu en Jórdanía ákveðið að taka aðeins á móti 20.000 flóttamönnum þar til ársins 2020. Á Vesturlöndum er fleira og fleira fólk byrjað að grípa til aðgerða, þó stuðningur hælisleitenda hefur að mestu leyti komið frá borgurum, ekki stjórnmálamönnum. En það er hræðsla og ótti af margvíslegum toga í hinum vestræna heimi sem stendur í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Fólk virðist óttast íslams trú, háa fæðingartíðni, glæpi og óheilbrigt álag á innviði samfélagsins. Nauðsynlegt er að svara þessum ótta með staðreyndum: Jafnvel þó að ESB eitt myndi samþykkja alla 4.600.000 Sýrlensku flóttamennina og 100% af þeim væru Múslimar myndi hlutfall Múslima í ESB aðeins hækka úr 4% í 5%, þetta eru einfaldlega ekki róttækar breytingar og sú staðreynd ein sýnir svart á hvítu að Evrópa þarf ekki að óttast að verða að múslima heimsálfu.Þá er vert að hafa í huga að rúmlega 13% Sýrlendinga eru Kristnir og bjó meirihluti þeirra í sátt og samlyndi með Múslimum í Aleppo og Damascus þangað til þær borgir voru eyðilagðar, en efnavopnum var beitt í Damascus þann 21 ágúst 2013, í þeirri árás er talið að allt að 1.729 manns hafi látist af völdum efnavopna.Flestir Sýrlenskir flóttamenn eru þegar vel menntaðir, fæðingartíðni í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina var ekki mjög há og almenningar fór í raun fækkandi, ekki vaxandi. Múslima minnihluti er hvorki ástæða né afsökun til þess að hræðast þá. Óttast er einnig að flóttamenn leiði til hærri glæpatíðni en þetta er einnig rangt, flóttamenn sem verða innflytjendur eru ólíklegri til að fremja glæpi en innfæddir íbúar, þegar þeim er leyft að vinna hafa þeir tilhneigingu til að stofna fyrirtæki og samþætta sig á vinnumarkaðinum eins hratt og mögulegt er, borga meira í félagskerfi en þeir draga úr þeim, sem dæmi má nefna vinsæla veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur, en sjálfur er ég reglulegur viðskiptavinur á þeim stöðum.Alls staðar í Evrópu er vandamál að skapast þar sem lífeyriskerfið er undir miklu álagi, fjölgun vinnuafls er í eðli sínu nauðsynlegt til að komast á móts við erfiðleika okkar heima fyrir. Það má því færa rök fyrir því að Sýrlendingar sem koma til Vesturlanda er mjög góð lausn á því vandamáli.En úr herbúðum óttans er alls konar kjaftæði tínt til að varpa rýrð á þetta fólk í neyð. Flóttamenn sem ferðast með snjallsíma hefur leitt til þess misskilnings að þau séu í raun ekki í þörf á hjálp. Félagslegir fjölmiðlar og Internetið eru orðnir að ómissandi hluti af því að vera flóttamaður. Þá er staðsetningarbúnaður GPS-tækninnar notaður til leiðsagnar um langa leið til Evrópu. Facebook hópar gefa ábendingar og upplýsingar um hindranir. Þetta sannar bara að þetta fólk er eins og við, ef þú þyrftir að þreyta hættulega ferð, myndir þú skilja símann þinn eftir?Myrkrabúðir óttans kosta hins vegar heiminn mörg mannslíf. Árið 2014 fengu ákveðnir breskir hagsmunaaðilar það í gegn að hætta við Mare Nostrum áætlunina. Sú áætlun var hönnuð til þess að stöðva drukknun hælisleitenda á Miðjarðarhafi og var byggð á grundvallar sjónarmiðum mannúðar. Hagsmunaaðilar náðu þó að stöðva áætlunina í fæðingu, hræðslan var að ef flóttafólki væri bjargað þá myndi slíkt leiða til aukins flóttamannafjölda og var því þrýst á að sjónarmið mannúðar féllu fyrir borð; áætlunin komst því ekki til framkvæmdar. Heimurinn vaknaði þó ekki til vitundar við þá mannvonsku fyrr en skyndilega var mynd dreift á netinu af látnum dreng frá Sýrlandi sem fannst liggjandi í grúfu á ströndinni í Tyrklandi. Alan Kurdi.Alan Kurdi er nafn drengsins á myndinni hér til hliðar sem lést þriggja ára gamall. Hvernig gætum við útskýrt ástandið fyrir honum? Ég vil allavega reyna að útskýra ástandið fyrir ykkur eins og ég sé það: Við erum að skrifa í sögubækurnar núna, hvernig viljum við láta muna eftir okkur? Eins og ríkar forréttinda xenófóbískar bleyður fyrir aftan víggirtar girðingar? Við verðum að átta okkur á því að þetta er fólk sem er að flýja dauða og eyðileggingu og þau eru ekkert öðruvísi en við. Eina spurningin er hvort við höfum þá mannsæmd í okkur til að viðurkenna þá staðreynd. Með því að samþykkja flóttamenn í landinu okkar og samþætta inn í þjóðfélagið erum við ekki einungis að gangast við grundvallar mannlegri skuldbindingu okkar fyrir að lifa í þessum sameiginlega heimi. Þegar er grannt er skoðað hjálpa þau okkur ekki síður. Fleiri dauð börn munu skolast upp á land ef við tökum afstöðu með óttanum og fáfræði. Við verðum að horfast í augu við þetta ástand til þess að geta bætt það. Við þurfum að breyta rétt og gera þetta ástand eins gott og það getur hugsanlega orðið, fyrir okkur öll sem lifum í þessum heimi.Gert er ráð fyrir að tala múslima á Íslandi sé í kringum 2000, þannig þeir eru í mesta lagi tæp 1% af þjóðinni og ef við samþykkjum 1.000 sýrlenskar fjölskyldur til Íslands þá hækkar heildartala múslima á Íslandi úr tæpum 1% í 2%. Er sú staðreynd það sem andstæðingar hræðast, í alvöru?Endilega deildu þessum pistli og segðu þínar skoðanir á þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjungur Sýrlensku þjóðarinnar hefur verið á flótta innan Sýrlands, en yfir 4,6 miljónir hafa flúið land. Mikill meirihluti þerra býr nú í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum Tyrkland, Líbanon, Írak, Jórdaníu, Egyptaland. Þessi lönd sjá um 95% af flóttamönnum. En Arabaríkin í Persaflóa Saudi-Arabía, Kuwait, Katar, Bahrain, Sameinuðu Furstaveldin og Oman hafa tekið á móti núll. Þessi aðgerð hjá Persaflóaríkjunum voru kölluð „sérstaklega skammarleg“ af Amnesty International. Af þessum ástæðum eru margar flóttamannabúðir gífurlega fjölmennar og lítið er til af mat og nauðsynlegum lyfjum, þar sem fólk þjáist af kulda, hungri, sjúkdómum, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Sýrlendingar hafa misst alla von um að aðstæður þeirra muni skána í fyrirsjáanlegri framtíð, þannig margir ákváðu að leita hælis í Evrópu. Sameinuðu Þjóðirnar og World Food Program voru ekki tilbúnar fyrir flóttamannakreppu á þessum skala. Heimurinn þarf að koma saman og starfa sem sameinuð eining, en í staðinn hefur heimurinn sundrast og klofnað í afstöðu sinni til þeirrar neyðar sem hefur myndast. Mörg lönd hafa einfaldlega neitað að taka á móti flóttamönnum. Þannig hafa löndin sem eiga landamæri að Sýrlandi verið skilin ein eftir í baráttunni til að leysa vandann. Mörg þau lönd, þ.á.m. Grikkland, eiga í gífurlega efnahagslegum erfiðleikum og geta á engan hátt leyst vandann ein og óstudd. Á sama tíma er ESB samansafn af auðugum hagkerfum og vel skipulögðum löndum þar sem félagskerfi virka; lýðræði, innviðir og mikið af atvinnugreinum. Það getur vel séð um flóttamannakreppunna ef það vill, hið sama má segja um öll vestrænu löndin. En á meðan mörg vesturlönd vilja loka augunum fyrir þeim raunveruleika sem heimurinn býr við, hefur pínulitla Jórdanía nú þegar tekið á móti yfir 600.000 sýrlenskum flóttamönnum, þá hefur Bretland sem hefur 78 sinnum hærri landsframleiðslu en Jórdanía ákveðið að taka aðeins á móti 20.000 flóttamönnum þar til ársins 2020. Á Vesturlöndum er fleira og fleira fólk byrjað að grípa til aðgerða, þó stuðningur hælisleitenda hefur að mestu leyti komið frá borgurum, ekki stjórnmálamönnum. En það er hræðsla og ótti af margvíslegum toga í hinum vestræna heimi sem stendur í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Fólk virðist óttast íslams trú, háa fæðingartíðni, glæpi og óheilbrigt álag á innviði samfélagsins. Nauðsynlegt er að svara þessum ótta með staðreyndum: Jafnvel þó að ESB eitt myndi samþykkja alla 4.600.000 Sýrlensku flóttamennina og 100% af þeim væru Múslimar myndi hlutfall Múslima í ESB aðeins hækka úr 4% í 5%, þetta eru einfaldlega ekki róttækar breytingar og sú staðreynd ein sýnir svart á hvítu að Evrópa þarf ekki að óttast að verða að múslima heimsálfu.Þá er vert að hafa í huga að rúmlega 13% Sýrlendinga eru Kristnir og bjó meirihluti þeirra í sátt og samlyndi með Múslimum í Aleppo og Damascus þangað til þær borgir voru eyðilagðar, en efnavopnum var beitt í Damascus þann 21 ágúst 2013, í þeirri árás er talið að allt að 1.729 manns hafi látist af völdum efnavopna.Flestir Sýrlenskir flóttamenn eru þegar vel menntaðir, fæðingartíðni í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina var ekki mjög há og almenningar fór í raun fækkandi, ekki vaxandi. Múslima minnihluti er hvorki ástæða né afsökun til þess að hræðast þá. Óttast er einnig að flóttamenn leiði til hærri glæpatíðni en þetta er einnig rangt, flóttamenn sem verða innflytjendur eru ólíklegri til að fremja glæpi en innfæddir íbúar, þegar þeim er leyft að vinna hafa þeir tilhneigingu til að stofna fyrirtæki og samþætta sig á vinnumarkaðinum eins hratt og mögulegt er, borga meira í félagskerfi en þeir draga úr þeim, sem dæmi má nefna vinsæla veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur, en sjálfur er ég reglulegur viðskiptavinur á þeim stöðum.Alls staðar í Evrópu er vandamál að skapast þar sem lífeyriskerfið er undir miklu álagi, fjölgun vinnuafls er í eðli sínu nauðsynlegt til að komast á móts við erfiðleika okkar heima fyrir. Það má því færa rök fyrir því að Sýrlendingar sem koma til Vesturlanda er mjög góð lausn á því vandamáli.En úr herbúðum óttans er alls konar kjaftæði tínt til að varpa rýrð á þetta fólk í neyð. Flóttamenn sem ferðast með snjallsíma hefur leitt til þess misskilnings að þau séu í raun ekki í þörf á hjálp. Félagslegir fjölmiðlar og Internetið eru orðnir að ómissandi hluti af því að vera flóttamaður. Þá er staðsetningarbúnaður GPS-tækninnar notaður til leiðsagnar um langa leið til Evrópu. Facebook hópar gefa ábendingar og upplýsingar um hindranir. Þetta sannar bara að þetta fólk er eins og við, ef þú þyrftir að þreyta hættulega ferð, myndir þú skilja símann þinn eftir?Myrkrabúðir óttans kosta hins vegar heiminn mörg mannslíf. Árið 2014 fengu ákveðnir breskir hagsmunaaðilar það í gegn að hætta við Mare Nostrum áætlunina. Sú áætlun var hönnuð til þess að stöðva drukknun hælisleitenda á Miðjarðarhafi og var byggð á grundvallar sjónarmiðum mannúðar. Hagsmunaaðilar náðu þó að stöðva áætlunina í fæðingu, hræðslan var að ef flóttafólki væri bjargað þá myndi slíkt leiða til aukins flóttamannafjölda og var því þrýst á að sjónarmið mannúðar féllu fyrir borð; áætlunin komst því ekki til framkvæmdar. Heimurinn vaknaði þó ekki til vitundar við þá mannvonsku fyrr en skyndilega var mynd dreift á netinu af látnum dreng frá Sýrlandi sem fannst liggjandi í grúfu á ströndinni í Tyrklandi. Alan Kurdi.Alan Kurdi er nafn drengsins á myndinni hér til hliðar sem lést þriggja ára gamall. Hvernig gætum við útskýrt ástandið fyrir honum? Ég vil allavega reyna að útskýra ástandið fyrir ykkur eins og ég sé það: Við erum að skrifa í sögubækurnar núna, hvernig viljum við láta muna eftir okkur? Eins og ríkar forréttinda xenófóbískar bleyður fyrir aftan víggirtar girðingar? Við verðum að átta okkur á því að þetta er fólk sem er að flýja dauða og eyðileggingu og þau eru ekkert öðruvísi en við. Eina spurningin er hvort við höfum þá mannsæmd í okkur til að viðurkenna þá staðreynd. Með því að samþykkja flóttamenn í landinu okkar og samþætta inn í þjóðfélagið erum við ekki einungis að gangast við grundvallar mannlegri skuldbindingu okkar fyrir að lifa í þessum sameiginlega heimi. Þegar er grannt er skoðað hjálpa þau okkur ekki síður. Fleiri dauð börn munu skolast upp á land ef við tökum afstöðu með óttanum og fáfræði. Við verðum að horfast í augu við þetta ástand til þess að geta bætt það. Við þurfum að breyta rétt og gera þetta ástand eins gott og það getur hugsanlega orðið, fyrir okkur öll sem lifum í þessum heimi.Gert er ráð fyrir að tala múslima á Íslandi sé í kringum 2000, þannig þeir eru í mesta lagi tæp 1% af þjóðinni og ef við samþykkjum 1.000 sýrlenskar fjölskyldur til Íslands þá hækkar heildartala múslima á Íslandi úr tæpum 1% í 2%. Er sú staðreynd það sem andstæðingar hræðast, í alvöru?Endilega deildu þessum pistli og segðu þínar skoðanir á þessu máli.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun