Handbolti

Atli Ævar í úrvalsliði sænsku deildarinnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Atli Ævar í leik með Savehof í vetur.
Atli Ævar í leik með Savehof í vetur. Mynd/Facebook-síða Savehof
Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Savehof, var í dag valinn í úrvalslið sænsku deildarinnar í handbolta en hann var eini liðsmaður Savehof í úrvalsliðinu. Atli er á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu eftir að hafa yfirgefið Guif á síðasta ári.

Úrvalsliðið var tilkynnt fyrir stuttu en það voru leikmenn deildarinnar sem völdu úrvalsliðið, alls 161 leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni.

Atli hafði betur gegn Fredric Pettersson, línumanni Kristianstad, en Atli fékk 26% atkvæðanna. Úrvalslið sænsku deildarinnar má sjá hér fyrir neðan.

Markvörður: Mikael Aggefors (Alingsås)

Vinsti hornamaður: Jerry Tollbring (Kristianstad)

Vinstri skytta: Lukas Nilsson (Ystads)

Miðjunni: Robert Månsson (Malmö)

Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson (Savehof)

Hægri skytta: Kim Andersson (Ystads)

Hægra horn: Kristian Björnsen (Kristianstad)

Varnarmaður ársins: Fredrik Teern (Alingsås)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×