Paris Saint Germain varð í dag bikarmeistari í Frakklandi en þetta er annað árið í röð sem Parísarmenn hampa öllum þremur titlunum sem í boði eru í Frakklandi.
Það var ljóst fyrir leikinn að þetta yrði lokaleikur sænska framherjans Zlatan Ibrahimovic í treyju PSG en hann tilkynnti það á dögunum að hann væri á förum frá félaginu.
Blaise Matuidi kom Parísarmönnum yfir á upphafsmínútunum en Florent Thauvin, lánsmaður Marseille frá Newcastle jafnaði metin skömmu síðar og var jafnt í hálfleik.
Ibrahimovic kom PSG aftur yfir af vítapunktinum á annarri mínútu seinni hálfleiks og tíu mínútum síðar var Edinson Cavani búinn að bæta við marki.
Sá sænski gerði endanlega út um leikinn með öðru marki sínu og fjórða marki PSG á 82. mínútu en Michy Batshuayi náði að klóra í bakkann fyrir Marseille á 87. mínútu.
Lengra komust leikmenn Marseille ekki og fögnuðu leikmenn PSG því sigri í franska bikarnum annað árið í röð en þetta er annað árið í röð sem þeir hampa deildar-, bikar, og deildarbikartitlinum á sama ári.
PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti