Aldrei aftur! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Mannkynið er fljótt að gleyma. Í kjölfar hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar tók alþjóðasamfélagið höndum saman og hrópaði „aldrei aftur“! Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar strax að stríði loknu sem svar við þessu ákalli um að sagan mætti ekki endurtaka sig. Sagan um mannskæðustu styrjöld veraldar sem kostaði sextíu og tvær milljónir manna lífið og ól af sér tuttugu milljónir flóttamanna um alla Evrópu. Ljóst var að flóttamenn þurftu á alþjóðlegri aðstoð og vernd að halda, og í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skyldu þjóðir heims bera sameiginlega ábyrgð á einstaklingum sem flýja ofsóknir. Í ályktun frá 1946 undirstrikaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að enginn flóttamaður skyldi neyddur til að snúa aftur til heimalands síns ef hann ætti á hættu að verða fyrir ofsóknum þar. Árið 1951 var Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sett á laggirnar en mikilvægasta hlutverk hennar er að vernda flóttamenn og leita að varanlegum lausnum fyrir þá. Sama ár var alþjóðasamningur um réttarstöðu flóttamanna stofnaður en 147 þjóðir eru aðilar að honum, Ísland þar með talið. Samningurinn kveður á um vernd til handa þeim sem eru í hættu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana og ber aðildarríkjum samningsins skylda til að veita slíka vernd. Nú sjötíu árum síðar verður veröldin vitni að einum stærsta flóttamannastraum sögunnar. Áætlað er að um tuttugu milljónir flóttamanna, sem falla undir skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á flóttamönnum, séu nú í heiminum. Af þeim eru 86% staðsett í þróunarríkjunum. Ríkari þjóðir heims hafa því brugðist þeirri skyldu sinni að taka sameiginlega ábyrgð á flóttamannavanda heimsins. Sextíu milljónir eru á vergangi og ein milljón flóttafólks er í brýnni þörf á endurbúsetu því það hlýtur ekki þá vernd sem nauðsynleg er í því landi sem það fyrst kom til og því er mikilvægt að flóttafólkið fái landvist í öðru ríki. Oft er talað um kvótaflóttafólk í þessu samhengi. Þrátt fyrir þessa brýnu þörf skuldbinda ríki sig aðeins til að veita 100.000 manns endurbúsetu og einungis 30 ríki hafa skuldbundið sig til að taka við kvótaflóttafólki. Þá deila ríkari þjóðir ekki þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem flóttamannavandanum fylgir en fjárframlög ríkja til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna duga ekki einu sinni til að brauðfæða flóttafólk sem er strandaglópar í flóttamannabúðum Evrópu. Þá hafa mörg Evrópuríki takmarkað möguleika flóttafólks á inngöngu með því að setja þrengri lagaákvæði um veitingu hælis og hafa styrkt allt landamæraeftirlit. Hryðjuverkaárásirnar í París og Belgíu fyrir skemmstu bæta ekki úr skák og eru fóður fyrir ráðamenn víða til að kynda undir útlendingahatur, takmarka tjáningarfrelsið, rýmka reglur um lengra varðhald án dóms og laga og setja enn frekari takmarkanir í lög um hælisveitingar og móttöku flóttafólks. Skýrslur Amnesty International fordæma stranga landamæravörslu Evrópuríkja sem hindra komu flóttamanna með löglegum leiðum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks leggur í hættulega för til að komast burt, t.d. yfir Miðjarðarhafið. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir mikla þörf á pólitískum lausnum deilna og því að koma í veg fyrir átök sem valda fjölda einstaklinga gífurlegum þjáningum. Á því leikur enginn vafi að flóttamannakerfið er að hruni komið. Um það bera yfirfullar flóttamannabúðir í Líbanon, Suður-Súdan og Ástralíu vitni, kaldar götur Istanbúl og víggirtir múrar í löndum Evrópusambandsins. Brýn þörf er á nýrri alþjóðlegri nálgun sem byggir á stöðugu og traustu alþjóðlegu samstarfi þar sem ábyrgðarskyldan er jafnari og sanngjarnari. Á allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna í september 2016, þar sem m.a. verður rætt um flóttafólk og hælisleitendur, þurfa ríki heims að samþykkja nýjan alþjóðlegan sáttmála um flóttamenn og hælisleitendur sem byggir á alþjóðlegum mannréttindalögum og alþjóðlegri flóttamannalöggjöf. Alþjóðlegi sáttmálinn ætti að tryggja að öll lönd uppfylli þá skyldu sína að veita flóttafólki hæli og tryggi vernd þeirra sem hana þurfa þar með talið með ákvæðum um fullnægjandi aðstæður til móttöku, skilvirka og réttláta málsmeðferð þegar rannsakað er og úrskurðað hvort þeir teljist flóttamenn, og virði meginregluna um að vísa fólki ekki aftur þangað þar sem líf þeirra og öryggi er í hættu. Þá er mikilvægt að ríki heims deili ábyrgðinni á að veita flóttafólki hæli, uppfylli allar endurbúsetuþarfir út frá mannúðarsjónarmiðum þegar um stóran hóp einstaklinga á flótta ræðir, taki á móti flóttafólki í gegnum öruggar og löglegar leiðir, auk þess að taka á móti kvótaflóttafólki. Að endingu er þörf á að ríki deili með sér fjárhagslegri ábyrgð á aðstoð við flóttafólk og stuðli að auknum fjárframlögum m.a. í formi mannúðarfjárframlaga og aukinnar þróunaraðstoðar í þeim tilgangi að stuðla að aðlögun og leiðum til að stuðla að sjálfstæðu lífi flóttafólks í þeim löndum sem taka á móti stórum hóp flóttamanna, þegar umtalsverðar breytingar verða í upprunalandi flóttafólksins, og þegar flóttafólk vill snúa af fúsum og frjálsum vilja aftur til upprunalandsins ef aðstæður leyfa. Hafa ber í huga að framlag ríkja ætti að vera sanngjarnt og samræmast mælikvörðum eins og landsframleiðslu, prósentustigi atvinnuleysis, fjölda flóttafólks í landinu, fjölda hælisumsókna hverju sinni, o.s.frv. Nýi alþjóðlegi sáttmálinn ætti að vera sanngjarn og fyrirsjáanlegur með skýrum markmiðum, skilvirkur í framkvæmd og háður eftirliti. Íslandsdeild Amnesty International skorar á íslensk stjórnvöld að samþykkja nýjan alþjóðlegan sáttmála Sameinuðu þjóðanna í september sem byggir á skuldbingu ríkja um að þróa nýjan samstarfsramma um sanngjarna og fyrirsjáanlega ábyrgðarskyldu til að takast á við núverandi flóttamannastraum og þann sem kann að koma upp í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið er fljótt að gleyma. Í kjölfar hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar tók alþjóðasamfélagið höndum saman og hrópaði „aldrei aftur“! Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar strax að stríði loknu sem svar við þessu ákalli um að sagan mætti ekki endurtaka sig. Sagan um mannskæðustu styrjöld veraldar sem kostaði sextíu og tvær milljónir manna lífið og ól af sér tuttugu milljónir flóttamanna um alla Evrópu. Ljóst var að flóttamenn þurftu á alþjóðlegri aðstoð og vernd að halda, og í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skyldu þjóðir heims bera sameiginlega ábyrgð á einstaklingum sem flýja ofsóknir. Í ályktun frá 1946 undirstrikaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að enginn flóttamaður skyldi neyddur til að snúa aftur til heimalands síns ef hann ætti á hættu að verða fyrir ofsóknum þar. Árið 1951 var Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sett á laggirnar en mikilvægasta hlutverk hennar er að vernda flóttamenn og leita að varanlegum lausnum fyrir þá. Sama ár var alþjóðasamningur um réttarstöðu flóttamanna stofnaður en 147 þjóðir eru aðilar að honum, Ísland þar með talið. Samningurinn kveður á um vernd til handa þeim sem eru í hættu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana og ber aðildarríkjum samningsins skylda til að veita slíka vernd. Nú sjötíu árum síðar verður veröldin vitni að einum stærsta flóttamannastraum sögunnar. Áætlað er að um tuttugu milljónir flóttamanna, sem falla undir skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á flóttamönnum, séu nú í heiminum. Af þeim eru 86% staðsett í þróunarríkjunum. Ríkari þjóðir heims hafa því brugðist þeirri skyldu sinni að taka sameiginlega ábyrgð á flóttamannavanda heimsins. Sextíu milljónir eru á vergangi og ein milljón flóttafólks er í brýnni þörf á endurbúsetu því það hlýtur ekki þá vernd sem nauðsynleg er í því landi sem það fyrst kom til og því er mikilvægt að flóttafólkið fái landvist í öðru ríki. Oft er talað um kvótaflóttafólk í þessu samhengi. Þrátt fyrir þessa brýnu þörf skuldbinda ríki sig aðeins til að veita 100.000 manns endurbúsetu og einungis 30 ríki hafa skuldbundið sig til að taka við kvótaflóttafólki. Þá deila ríkari þjóðir ekki þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem flóttamannavandanum fylgir en fjárframlög ríkja til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna duga ekki einu sinni til að brauðfæða flóttafólk sem er strandaglópar í flóttamannabúðum Evrópu. Þá hafa mörg Evrópuríki takmarkað möguleika flóttafólks á inngöngu með því að setja þrengri lagaákvæði um veitingu hælis og hafa styrkt allt landamæraeftirlit. Hryðjuverkaárásirnar í París og Belgíu fyrir skemmstu bæta ekki úr skák og eru fóður fyrir ráðamenn víða til að kynda undir útlendingahatur, takmarka tjáningarfrelsið, rýmka reglur um lengra varðhald án dóms og laga og setja enn frekari takmarkanir í lög um hælisveitingar og móttöku flóttafólks. Skýrslur Amnesty International fordæma stranga landamæravörslu Evrópuríkja sem hindra komu flóttamanna með löglegum leiðum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks leggur í hættulega för til að komast burt, t.d. yfir Miðjarðarhafið. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir mikla þörf á pólitískum lausnum deilna og því að koma í veg fyrir átök sem valda fjölda einstaklinga gífurlegum þjáningum. Á því leikur enginn vafi að flóttamannakerfið er að hruni komið. Um það bera yfirfullar flóttamannabúðir í Líbanon, Suður-Súdan og Ástralíu vitni, kaldar götur Istanbúl og víggirtir múrar í löndum Evrópusambandsins. Brýn þörf er á nýrri alþjóðlegri nálgun sem byggir á stöðugu og traustu alþjóðlegu samstarfi þar sem ábyrgðarskyldan er jafnari og sanngjarnari. Á allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna í september 2016, þar sem m.a. verður rætt um flóttafólk og hælisleitendur, þurfa ríki heims að samþykkja nýjan alþjóðlegan sáttmála um flóttamenn og hælisleitendur sem byggir á alþjóðlegum mannréttindalögum og alþjóðlegri flóttamannalöggjöf. Alþjóðlegi sáttmálinn ætti að tryggja að öll lönd uppfylli þá skyldu sína að veita flóttafólki hæli og tryggi vernd þeirra sem hana þurfa þar með talið með ákvæðum um fullnægjandi aðstæður til móttöku, skilvirka og réttláta málsmeðferð þegar rannsakað er og úrskurðað hvort þeir teljist flóttamenn, og virði meginregluna um að vísa fólki ekki aftur þangað þar sem líf þeirra og öryggi er í hættu. Þá er mikilvægt að ríki heims deili ábyrgðinni á að veita flóttafólki hæli, uppfylli allar endurbúsetuþarfir út frá mannúðarsjónarmiðum þegar um stóran hóp einstaklinga á flótta ræðir, taki á móti flóttafólki í gegnum öruggar og löglegar leiðir, auk þess að taka á móti kvótaflóttafólki. Að endingu er þörf á að ríki deili með sér fjárhagslegri ábyrgð á aðstoð við flóttafólk og stuðli að auknum fjárframlögum m.a. í formi mannúðarfjárframlaga og aukinnar þróunaraðstoðar í þeim tilgangi að stuðla að aðlögun og leiðum til að stuðla að sjálfstæðu lífi flóttafólks í þeim löndum sem taka á móti stórum hóp flóttamanna, þegar umtalsverðar breytingar verða í upprunalandi flóttafólksins, og þegar flóttafólk vill snúa af fúsum og frjálsum vilja aftur til upprunalandsins ef aðstæður leyfa. Hafa ber í huga að framlag ríkja ætti að vera sanngjarnt og samræmast mælikvörðum eins og landsframleiðslu, prósentustigi atvinnuleysis, fjölda flóttafólks í landinu, fjölda hælisumsókna hverju sinni, o.s.frv. Nýi alþjóðlegi sáttmálinn ætti að vera sanngjarn og fyrirsjáanlegur með skýrum markmiðum, skilvirkur í framkvæmd og háður eftirliti. Íslandsdeild Amnesty International skorar á íslensk stjórnvöld að samþykkja nýjan alþjóðlegan sáttmála Sameinuðu þjóðanna í september sem byggir á skuldbingu ríkja um að þróa nýjan samstarfsramma um sanngjarna og fyrirsjáanlega ábyrgðarskyldu til að takast á við núverandi flóttamannastraum og þann sem kann að koma upp í framtíðinni.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun