Reykingar þrefalda áhætt- una á ótímabærum dauða Gunnar Sigurðsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun