Menntun eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum Jónína Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2016 15:45 Það er skoðun margra að hver sem er geti kennt eða sinnt börnum. Börn verja bróðurparti af deginum á menntastofnunum, á frístunda- og íþróttaheimilum og viljum við að sjálfsögðu að þar sé vel menntað fólk sem sinnir þeim. Mikil fræði eru á bak við það hvernig best er að kenna börnum og hvaða uppeldishættir eru heppilegastir og því er mikilvægt að ýta undir stoðir menntavísinda hér á landi og gera þeim hærra undir höfði. Nám í uppeldis og menntunarfræði er fjölbreytt og krefjandi sem býður upp á ýmsa möguleika í framtíðinni. Margir velta eflaust fyrir sér hverjir þessir fjölbreyttu möguleikar eru og hvað það er sem við lærum. Námið er einstaklega margbreytilegt þar sem boðið er upp á mikið val á námskeiðum. Þetta gerir það að verkum að það eru ekki allir sem útskrifast úr náminu með sömu áherslur og auðveldar þetta mörgum að finna sitt áhugasvið. Við skrif þessa pistils gerði ég smá athugun og fékk hátt í 50 svör frá brautskráðum nemendum úr greininni til þess að segja frá við hvað þau starfa í dag. Svörin voru jafn ólík og þau voru mörg. Meðal starfsheita eru talmeinafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, kynjafræðingar, ráðgjafar og kennarar svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir fóru óhefðbundnari leiðir við að nýta menntun sína og má nefna konu sem starfaði lengi sem framleiðslustjóri tölvuleikja og aðra sem vinnur hjá UNICEF í Malaví sem menntasérfræðingur. Þetta eru bara nokkur af þeim fjölmörgu dæmum sem ég fékk frá þessum frábæra hópi og má með þeim augljóslega sjá þá miklu breidd sem námið býður upp á. Námið leggur góðan grunn að framtíðinni, hvort sem stefnan er í áframhaldandi nám eða á starfsvettvang . Einn af helstu kostum námsins er að það gagnast manni vel í daglegu lífi, m.a. við að leysa úr ágreiningi milli fólks, sinna uppeldi barna og/eða hlusta almennilega á það sem fólk hefur að segja. Námið opnar huga manns og ýtir undir gagnrýna hugsun sem ég hef trú á að geri okkur að betri fræðimönnum í framtíðinni. Nelson Mandela sagði eitt sinn að menntun væri eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum. Ég er sammála þessari fullyrðingu og ekki einungis í þeim skilningi að átt sé við nám í kennslustofum, við erum nefnilega alla ævina að læra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skoðun margra að hver sem er geti kennt eða sinnt börnum. Börn verja bróðurparti af deginum á menntastofnunum, á frístunda- og íþróttaheimilum og viljum við að sjálfsögðu að þar sé vel menntað fólk sem sinnir þeim. Mikil fræði eru á bak við það hvernig best er að kenna börnum og hvaða uppeldishættir eru heppilegastir og því er mikilvægt að ýta undir stoðir menntavísinda hér á landi og gera þeim hærra undir höfði. Nám í uppeldis og menntunarfræði er fjölbreytt og krefjandi sem býður upp á ýmsa möguleika í framtíðinni. Margir velta eflaust fyrir sér hverjir þessir fjölbreyttu möguleikar eru og hvað það er sem við lærum. Námið er einstaklega margbreytilegt þar sem boðið er upp á mikið val á námskeiðum. Þetta gerir það að verkum að það eru ekki allir sem útskrifast úr náminu með sömu áherslur og auðveldar þetta mörgum að finna sitt áhugasvið. Við skrif þessa pistils gerði ég smá athugun og fékk hátt í 50 svör frá brautskráðum nemendum úr greininni til þess að segja frá við hvað þau starfa í dag. Svörin voru jafn ólík og þau voru mörg. Meðal starfsheita eru talmeinafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, kynjafræðingar, ráðgjafar og kennarar svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir fóru óhefðbundnari leiðir við að nýta menntun sína og má nefna konu sem starfaði lengi sem framleiðslustjóri tölvuleikja og aðra sem vinnur hjá UNICEF í Malaví sem menntasérfræðingur. Þetta eru bara nokkur af þeim fjölmörgu dæmum sem ég fékk frá þessum frábæra hópi og má með þeim augljóslega sjá þá miklu breidd sem námið býður upp á. Námið leggur góðan grunn að framtíðinni, hvort sem stefnan er í áframhaldandi nám eða á starfsvettvang . Einn af helstu kostum námsins er að það gagnast manni vel í daglegu lífi, m.a. við að leysa úr ágreiningi milli fólks, sinna uppeldi barna og/eða hlusta almennilega á það sem fólk hefur að segja. Námið opnar huga manns og ýtir undir gagnrýna hugsun sem ég hef trú á að geri okkur að betri fræðimönnum í framtíðinni. Nelson Mandela sagði eitt sinn að menntun væri eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum. Ég er sammála þessari fullyrðingu og ekki einungis í þeim skilningi að átt sé við nám í kennslustofum, við erum nefnilega alla ævina að læra.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun