Michelsen-ræningi aftur á Hraunið eftir dvöl á Vernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2016 15:18 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti. Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti.
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45
Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15
Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18