Fótbolti

Vandræðagemsinn Aurier handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aurier hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG.
Aurier hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG. vísir/getty
Serge Aurier, leikmaður Paris Saint-Germain, er enn og aftur búinn að koma sér í fréttirnar vegna atvika utan vallar.

Aurier var handtekinn snemma í morgun fyrir að sparka í lögreglumann eftir að hann yfirgaf næturklúbb í París.

Forráðamenn PSG ætla ekki að tjá sig um málið fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.

Aurier, sem er 23 ára, var mikið í fréttunum fyrr í vetur eftir að myndband sýndi hann móðga Laurent Blanc, knattspyrnustjóra PSG, og samherja sína. Aurier var settur í tímabundið bann af félaginu vegna atviksins.

Aurier hefur verið í herbúðum PSG frá 2014 en hann kom til franska stórliðsins frá Toulouse.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×