Afreksstefna íþróttafélaga á Íslandi Þorvaldur Guðjónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun