Óhætt er að segja að Eiður, sem er 37 ára, sé í góðum félagsskap en í liðinu má m.a. finna fyrrum samherja hans hjá Chelsea, Portúgalann Ricardo Carvahlo. Íslenska liðið mætir einmitt því portúgalska í fyrsta leik sínum á EM 14. júní næstkomandi.
Með Eiði í framlínunni er Írinn Robbie Keane og Spánverjinn Artiz Aduriz sem er, líkt og Eiður, á leið á sitt fyrsta stórmót.
Sjá einnig: Bara einn sen meðal allra sonanna
Í marki heldri borgara liðsins stendur Ítalinn Gianluigi Buffon en hann er á leið á sitt fjórða Evrópumót. EM 2016 ætti reyndar að vera fimmta Evrópumót þessa mikla höfðingja en hann handarbrotnaði rétt fyrir EM 2000.
Í vörninni má svo finna reynsluboltana Andrea Barzagli (Ítalíu), Patrice Evra (Frakklandi) og Razvan Rat (Rúmeníu). Miðjuna skipa svo þrír Austur-Evrópubúar; Thomas Rosický (Tékklandi), Lucian Sanmartean (Rúmeníu) og Anatoliy Tymoshchuk (Úkraínu).
Sjá einnig: Kvaddi Eiður Smári alveg eins og pabbi sinn?
Eiður Smári, sem leikur nú með Molde í Noregi, kom inn á í hálfleik í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á mánudaginn og skoraði fjórða og síðasta mark íslenska liðsins undir lokin. Það var hans 26. mark fyrir Ísland en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.
ICYMI: The best players aged 35 or over at #EURO2016... pic.twitter.com/GPvcO9OLcH
— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 9, 2016