Fótbolti

Kolbeinn rúmum þremur árum á undan Eiði Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnen og Kolbeinn Sigþórsson.
Eiður Smári Guðjohnen og Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Kolbeinn Sigþórsson varð í gær aðeins annar leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem nær því að skora tuttugu mörk í íslenska landsliðsbúningnum.

Eini meðlimur tuttugu marka klúbbsins var einmitt á vellinum með Kolbeini í gær en Eiður Smári kom inná í hálfleik og skoraði sitt 26. landsliðsmark. Kolbeinn er því áfram sex mörkum frá því að jafna metið hans.

Kolbeinn Sigþórsson náði sínu tuttugasta landsliðsmarki í sínum 39. landsleik og þegar hann var 26 ára og næstum því 3 mánaða gamall.

Sjá einnig:Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark í vináttulandsleik á móti Slóvakíu í Zlaté Moravce 26. mars 2008. Það var hans fimmtugasti landsleikur og hann var þá 29 ára og 6 mánaða gamall.

Kolbeinn Sigþórsson var því rúmum þremur árum og ellefu landsleikjum á undan Eiði Smára að komast í tuttugu marka klúbbinn.

Sjá einnig:Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki

Tveir leikmenn náðu því að vera á vellinum í bæði skiptin sem íslenskur leikmaður komst í tuttugu marka klúbbinn eða þeir Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Theódór Elmar Bjarnason og Emil Hallfreðsson voru einnig með í umræddum leikjum.

Emil var innþá þegar Eiður Smári skoraði en á bekknum þegar Kolbeinn skoraði. Theódór Elmar var farinn af velli þegar Eiður Smári skoraði og ekki kominn inná þegar Kolbeinn skoraði.




Tengdar fréttir

Kvaddi Eiður Smári alveg eins og pabbi sinn?

Eiður Smári Guðjohnsen lék í gær mögulega sinn síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein og það er við hæfi að rifja upp síðasta A-landsleik föðurs hans því þeir eiga ýmislegt sameiginlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×