Innlent

Banaslys í Hvalfjarðargöngunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Var hann látinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fjórir voru fluttir slasaðir á spítalann og eru þrír á gjörgæslu og einn í rannsóknum.

Er þetta fyrsta banaslysið sem verður í Hvalfjarðargöngunum en þau voru opnuð árið 1998. 

Tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan tvö í dag en jeppi og fólksbíll sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman í göngunum. Gríðarlega mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru að minnsta kosti átta sjúkrabílar sendir á vettvang, tveir tækjabílar frá slökkviliðinu auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×