Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 13:21 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“ Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“
Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33