Dánarorsök Ali var ígerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 09:36 Muhammad Ali var einn þekktasti íþróttamaður heims. vísir/getty Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags. Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Dánarorsök hnefaleikakappans Muhammad Ali var ígerð að sögn fjölskyldu hans. Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. Ali var með Parkinson-sjúkdóminn en hafði auk þess verið að glíma við veikindi í öndunarfærum dagana áður en hann lést. Opinber jarðarför Ali verður haldinn í heimabæ hans Louiseville í Kentucky á föstudag. Á meðal þeirra sem halda munu ræður er Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þá minntust bæði knattspyrnugoðsögnin Pele og Barack Obama forseti Bandaríkjanna Ali í gær. Sagði Obama að Ali hefði hrist upp í heiminum og að heimurinn væri betri fyrir vikið. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann öðlaðist fyrst heimsfrægð þegar hann vann gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hlaut hann viðurnefnið „Sá besti“ (e. The Greatest) fyrir erfiðið. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum. Hann var þó einnig þekktur fyrir ummæli sín og störf utan hnefaleikahringsins. Ali var skáld, með eindæmum orðheppinn og ötull baráttumaður fyrir mannréttindum svertingja. Hann tók upp íslamstrú og nafnið Muhamad Ali á sjöunda áratugnum. Þá var hann sviptur keppnisréttindum í fjögur ár eftir að hann óhlýðnaðist herkvaðningu vegna andstöðu sinnar við Víetnam-stríðið. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm stuttu eftir að íþróttaferli hans lauk. Hann kom reglulega fram opinberlega nokkurn veginn allt til dauðadags.
Tengdar fréttir Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45